Stuðningsmenn Chelsea völdu Eið Smára meðal þeirra 25 bestu í sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea á móti Arsenal á Highbury í desember 2004. Getty/ Ben Radford Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00
Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn