Rússar vakna við vondan draum Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:18 Frá borginni Grozny í Rússlandi. AP/Musa Sadulayev Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira