Bein útsending: Hvernig dreifist veiran? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 11:15 María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild HR, ætlar að ræða um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar. Háskólinn í Reykjavík og Vísir bjóða upp á hádegisfyrirlestra vísindamanna HR á netinu einu sinni í viku og sá fyrsti er á dagskrá í dag klukkan 12. María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild, ríður á vaðið og talar um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Streymið verður aðgengilegt hér að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær aðferðir sem vísindamenn eru að beita til að öðlast skilning á útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Margt er óþekkt um það hvernig veiran berst á milli fólks og hversu smitandi sýktir einstaklingar eru, bæði fyrir og eftir að þeir verða sjálfir veikir. Þar að auki er fjöldi þeirra sem greinist með veiruna aðeins hluti af þeim sem eru í raun sýktir. Til þess að meta þessa þætti er hægt að nota ýmis konar gögn. Til dæmis notuðu vísindamenn símagögn til að meta hversu margir ferðuðust frá Wuhan í Kína áður en ferðabann var sett á. Þessi fjöldi var svo borinn saman við staðfest smit í þeim borgum þar sem víðtæk skimun fór fram. Þannig áætluðu vísindamenn raunverulegan fjölda smita í Wuhan og þann fjölda smita sem dreifðist til annara landa. Aðrir fræðimenn bjuggu til smitlíkön til þessa að meta áhrif ferðabanns í Wuhan á útbreiðslu veirunnar bæði innan Kína og á heimsvísu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar rannsóknir og þýðingu þeirra í baráttunni við kórónaveiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík og Vísir bjóða upp á hádegisfyrirlestra vísindamanna HR á netinu einu sinni í viku og sá fyrsti er á dagskrá í dag klukkan 12. María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild, ríður á vaðið og talar um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Streymið verður aðgengilegt hér að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær aðferðir sem vísindamenn eru að beita til að öðlast skilning á útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Margt er óþekkt um það hvernig veiran berst á milli fólks og hversu smitandi sýktir einstaklingar eru, bæði fyrir og eftir að þeir verða sjálfir veikir. Þar að auki er fjöldi þeirra sem greinist með veiruna aðeins hluti af þeim sem eru í raun sýktir. Til þess að meta þessa þætti er hægt að nota ýmis konar gögn. Til dæmis notuðu vísindamenn símagögn til að meta hversu margir ferðuðust frá Wuhan í Kína áður en ferðabann var sett á. Þessi fjöldi var svo borinn saman við staðfest smit í þeim borgum þar sem víðtæk skimun fór fram. Þannig áætluðu vísindamenn raunverulegan fjölda smita í Wuhan og þann fjölda smita sem dreifðist til annara landa. Aðrir fræðimenn bjuggu til smitlíkön til þessa að meta áhrif ferðabanns í Wuhan á útbreiðslu veirunnar bæði innan Kína og á heimsvísu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar rannsóknir og þýðingu þeirra í baráttunni við kórónaveiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira