ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 10:22 Frá kynningu ríkisstjórnarinnar á fyrsta aðgerðapakka hennar vegna kórónuveirunnar í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. ESA hefur þannig fallist á það að veiting ríkisábyrgða á viðbótarlánum fyrirtækja vegna faraldursins samræmist framkvæmd EES-samningsins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða fyrsta íslenska aðstoðarkerfið í tengslum við faraldurinn sem kemur inn á borð ESA. „Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafnir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og Framkvæmdastjórn ESB,“ segir Bente Angell-Hansen forseti ESA í tilkynningu stofnunarinnar. Þá segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins: „Með ákvörðun ESA er fallist á að ábyrgðakerfið sé til þess fallið að tryggja fyrirtækjum aðgang að lánsfé, í samræmi við tímabundinn ramma um beitingu ríkisaðstoðarreglna EES í tengslum við faraldur kórónuveiru. Í rammanum er sérstaklega horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verða fyrir ófyrirséðum lausafjárskorti og aðgerðir til að gefa þeim svigrúm til að ná sér eftir faraldurinn, sem hefur verið skilgreindur sem „alvarleg röskun“ á hagkerfinu í skilningi b-liðar 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Flestar efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu hingað til hafa verið almenns eðlis; þær taka með sama hætti til allra fyrirtækja sem eru í sömu stöðu. Er þar helst að nefna frestun gjalddaga og niðurgreiðslu launakostnaðar. Almennar aðgerðir fela ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Ef á hinn bóginn tiltekinn hópur fyrirtækja er útilokaður frá ráðstöfun eða ráðstöfun beinist að tilteknum hópi eingöngu, er ráðstöfunin orðin sértæk og felur í sér ríkisaðstoð, sem samrýmast þarf EES-samningnum. Jafnframt felur óskilyrtur stuðningur við einstaklinga ekki í sér ríkisaðstoð og það sama á við um fjárhagsstuðning við lögaðila sem ekki selja vöru eða þjónustu á markaði. Í þeim tilvikum þegar félag sinnir blandaðri starfsemi, eins og í tilviki sumra íþróttafélaga og menningarstofnana, þarf að gæta að ríkisaðstoðarreglum ef opinber stuðningur rennur að einhverju leyti til þess hluta starfseminnar sem er í samkeppnisrekstri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. ESA hefur þannig fallist á það að veiting ríkisábyrgða á viðbótarlánum fyrirtækja vegna faraldursins samræmist framkvæmd EES-samningsins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða fyrsta íslenska aðstoðarkerfið í tengslum við faraldurinn sem kemur inn á borð ESA. „Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafnir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og Framkvæmdastjórn ESB,“ segir Bente Angell-Hansen forseti ESA í tilkynningu stofnunarinnar. Þá segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins: „Með ákvörðun ESA er fallist á að ábyrgðakerfið sé til þess fallið að tryggja fyrirtækjum aðgang að lánsfé, í samræmi við tímabundinn ramma um beitingu ríkisaðstoðarreglna EES í tengslum við faraldur kórónuveiru. Í rammanum er sérstaklega horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verða fyrir ófyrirséðum lausafjárskorti og aðgerðir til að gefa þeim svigrúm til að ná sér eftir faraldurinn, sem hefur verið skilgreindur sem „alvarleg röskun“ á hagkerfinu í skilningi b-liðar 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Flestar efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu hingað til hafa verið almenns eðlis; þær taka með sama hætti til allra fyrirtækja sem eru í sömu stöðu. Er þar helst að nefna frestun gjalddaga og niðurgreiðslu launakostnaðar. Almennar aðgerðir fela ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Ef á hinn bóginn tiltekinn hópur fyrirtækja er útilokaður frá ráðstöfun eða ráðstöfun beinist að tilteknum hópi eingöngu, er ráðstöfunin orðin sértæk og felur í sér ríkisaðstoð, sem samrýmast þarf EES-samningnum. Jafnframt felur óskilyrtur stuðningur við einstaklinga ekki í sér ríkisaðstoð og það sama á við um fjárhagsstuðning við lögaðila sem ekki selja vöru eða þjónustu á markaði. Í þeim tilvikum þegar félag sinnir blandaðri starfsemi, eins og í tilviki sumra íþróttafélaga og menningarstofnana, þarf að gæta að ríkisaðstoðarreglum ef opinber stuðningur rennur að einhverju leyti til þess hluta starfseminnar sem er í samkeppnisrekstri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira