Ætla að setja smitrakningaforritið í loftið á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 15:58 Alma Möller landlæknir sagði í gríni að engu breytti þótt 1. apríl væri á morgun. Forritið yrði kynnt. Vísir/Vilhelm Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40
Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35