Hlutabætur misnotaðar á sama tíma og atvinnuleysi eykst sem aldrei fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:12 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira