„Frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 15:00 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari U21. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, vonast til þess að íslensk félög sjái tækifæri á tímum kórónuveirunnar og láti yngri og efnilegri leikmenn fá enn meiri tækifæri en þeir hafa fengið nú þegar. Arnar Þór, sem einnig stýrir U21-árs landsliði Íslands, var í viðtali við Fótbolti.net í morgun. Í viðtalinu fer Arnar meðal annars yfir það hvort að einhver jákvæð teikn sé á lofti þrátt fyrir veiruna. „Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina.“ „Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir,“ bætti Arnar við. Í viðtalinu kemur hann einnig inn á það að hann vonist til þess að landsleikir komist í eðlilegt horft í lok ársins. „Ég held að A-liðin okkar munu byrja að spila í september ásamt U21. Ég vona að það sama muni gilda fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Ég er ásamt landsliðsþjálfurum yngri liðanna okkar að skipuleggja okkar starf næstu mánuðina án landsleikja.“ „Það er fullt sem að við getum gert til að bæta afreksstarfið okkar hjá KSÍ og í klúbbunum. Margir spennandi möguleikar sem að við erum að skoða og skipuleggja,“ sagði Arnar en í viðtalinu fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um Lokeren sem varð gjaldþrota í gær. Belgíska félagið hefur átt stóran þátt í lífi Arnars. Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, vonast til þess að íslensk félög sjái tækifæri á tímum kórónuveirunnar og láti yngri og efnilegri leikmenn fá enn meiri tækifæri en þeir hafa fengið nú þegar. Arnar Þór, sem einnig stýrir U21-árs landsliði Íslands, var í viðtali við Fótbolti.net í morgun. Í viðtalinu fer Arnar meðal annars yfir það hvort að einhver jákvæð teikn sé á lofti þrátt fyrir veiruna. „Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina.“ „Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir,“ bætti Arnar við. Í viðtalinu kemur hann einnig inn á það að hann vonist til þess að landsleikir komist í eðlilegt horft í lok ársins. „Ég held að A-liðin okkar munu byrja að spila í september ásamt U21. Ég vona að það sama muni gilda fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Ég er ásamt landsliðsþjálfurum yngri liðanna okkar að skipuleggja okkar starf næstu mánuðina án landsleikja.“ „Það er fullt sem að við getum gert til að bæta afreksstarfið okkar hjá KSÍ og í klúbbunum. Margir spennandi möguleikar sem að við erum að skoða og skipuleggja,“ sagði Arnar en í viðtalinu fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um Lokeren sem varð gjaldþrota í gær. Belgíska félagið hefur átt stóran þátt í lífi Arnars.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira