Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 14:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna þríðjudaginn 21. apríl 2020. Lögreglan Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48
Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34