Reyna að laga starfsemi skólanna að takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 15:37 Bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri mun gilda fyrir fullorðna í grunnskólum eins og Hagaskóla eftir 4. maí. Fullorðnir þurfa einnig að gæta að tveggja metra nándarreglu. Myndin er úr safni og var tekin áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Vísir/Vilhelm Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06