Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:37 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. visir/Vilhelm Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira