Mættu of seint vegna tafa á brautinni en Sigurður sýndi enga miskunn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 14:00 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira