Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er ekki bara góð í golfi heldur virðist hún einnig vera afskaplega hreinskilin. Það má meðal annars sjá á Twitter síðu hennar.
Valdís var gestur í Sportinu í dag þar sem hún ræddi meðal annars um öll ferðalögin sem fylgja því að vera atvinnukylfingur, tíma sinn í Texas og margt, margt fleira.
Eitt af því sem var rætt um voru gömul tíst Valdísar en hún er afar hreinskilin á
„Ég tek sjálfa mig ekkert of alvarlega. Það er ekkert gaman af því. Ég þarf samt að vera meira aktíf. Ég er ekkert að setja inn á hverjum degi,“
Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan en Twitter-síðu Valdísar má sjá hér.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.