Gríðarlegur fjöldi fanga í Bandaríkjunum gæti leitt til fleiri dauðsfalla vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:56 „Hjálp. Við skiptum líka máli.“ Skilaboð frá fanga í öryggishluta fangageymslu Cook-sýslu í Illinois. Myndin er frá 10. apríl. Vísir/EPA Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira