Súrt tap gerði Valdísi Þóru staðráðna í að verða enn betri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 13:00 Valdís Þóra var einnig liðtæk í fótbolta á sínum yngri árum. Hún sér þó eflaust ekki eftir því að hafa valið golf. Mark Runnacles/Getty Images Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir mætti í settið hjá Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Byrgi Gunnarssyni í Sportið í dag, í gær. Þar sagði hún meðal annars frá því að hún hafi valið golf fram yfir fótbolta og hvernig það kom til. Kjartan Atli bað Valdísi að ræða hvernig það væri að vera í háskóla í Bandaríkjunum og hvað væri gott við að fara í gegnum nám þar í landi. Valdís kom þá inn á að hún hefði einnig æft fótbolta. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Ég var í fótbolta líka og ástæðan fyrir að ég byrjaði virkilega að æfa mig í golfi var að ég tapaði Íslandsmeistaratitli, þrettán ára, í bráðabana. Þetta var fyrsta Íslandsmótið mitt, aldrei farið áður. Ég var svo staðráðin í því að ég ætlaði aldrei að tapa aftur fyrir þessari stelpu að restina af sumrinu var ég bara upp á golfvelli.“ „Og ég tapaði ekki fyrir henni aftur,“ sagði Valdís Þóra og hló. „Ég byrjaði að æfa mig meira á þessum tíma og var rosa mikið upp á golfvelli á sumrin. Var að vinna í unglingavinnunni, fór heim að skipta um föt og upp á golfvöll, fór heim að skipta um föt á fótboltaæfingu og fór svo aftur upp á golfvöll. Var þar langt fram á kvöld og svo mætt í vinnu klukkan sjö á morgnana.“ „Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur, sérstaklega þegar ég var yngri. Núna er ég búin að finna gullna meðalveginn fyrir mig. Hversu mikið vil ég æfa, þetta er náttúrulega vinnan mín. Maður þarf að passa sig að æfa nægilega mikið til að bæta sig en passa sig að æfa ekki of mikið að maður verði þreyttur þegar kemur í mót,“ segir Valdís að lokum. Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum þegar Valdís Þóra fer yfir hvernig golfið hafði betur gegn fótboltanum og þetta tap sem virðist hafa gert hana staðráðna í að verða betri í golfi. Í þættinum ræddi Valdís Þóra einnig samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún segir venjulega nákvæmlega það sem henni finnst. Þá ræddi hún einnig þegar maður bað um hönd hennar í hjónaband, ætlaði hann að gefa henni tvö kameldýr fyrir ómakið. Klippa: Valdís Þóra valdi golf frekar en fótbolta Golf Sportið í dag Tengdar fréttir Einn hressasti Twitter-notandi landsins skoðaði gamlar færslur Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er ekki bara góð í golfi heldur virðist hún einnig vera afskaplega hreinskilin. Það má meðal annars sjá á Twitter síðu hennar. 22. apríl 2020 23:00 Bauð Valdísi Þóru tvö kameldýr fyrir að giftast sér Valdís Þóra Jónsdóttir sagði frá skemmtilegri uppákomu í Sportinu í dag. 22. apríl 2020 15:47 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir mætti í settið hjá Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Byrgi Gunnarssyni í Sportið í dag, í gær. Þar sagði hún meðal annars frá því að hún hafi valið golf fram yfir fótbolta og hvernig það kom til. Kjartan Atli bað Valdísi að ræða hvernig það væri að vera í háskóla í Bandaríkjunum og hvað væri gott við að fara í gegnum nám þar í landi. Valdís kom þá inn á að hún hefði einnig æft fótbolta. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Ég var í fótbolta líka og ástæðan fyrir að ég byrjaði virkilega að æfa mig í golfi var að ég tapaði Íslandsmeistaratitli, þrettán ára, í bráðabana. Þetta var fyrsta Íslandsmótið mitt, aldrei farið áður. Ég var svo staðráðin í því að ég ætlaði aldrei að tapa aftur fyrir þessari stelpu að restina af sumrinu var ég bara upp á golfvelli.“ „Og ég tapaði ekki fyrir henni aftur,“ sagði Valdís Þóra og hló. „Ég byrjaði að æfa mig meira á þessum tíma og var rosa mikið upp á golfvelli á sumrin. Var að vinna í unglingavinnunni, fór heim að skipta um föt og upp á golfvöll, fór heim að skipta um föt á fótboltaæfingu og fór svo aftur upp á golfvöll. Var þar langt fram á kvöld og svo mætt í vinnu klukkan sjö á morgnana.“ „Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur, sérstaklega þegar ég var yngri. Núna er ég búin að finna gullna meðalveginn fyrir mig. Hversu mikið vil ég æfa, þetta er náttúrulega vinnan mín. Maður þarf að passa sig að æfa nægilega mikið til að bæta sig en passa sig að æfa ekki of mikið að maður verði þreyttur þegar kemur í mót,“ segir Valdís að lokum. Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum þegar Valdís Þóra fer yfir hvernig golfið hafði betur gegn fótboltanum og þetta tap sem virðist hafa gert hana staðráðna í að verða betri í golfi. Í þættinum ræddi Valdís Þóra einnig samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún segir venjulega nákvæmlega það sem henni finnst. Þá ræddi hún einnig þegar maður bað um hönd hennar í hjónaband, ætlaði hann að gefa henni tvö kameldýr fyrir ómakið. Klippa: Valdís Þóra valdi golf frekar en fótbolta
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Tengdar fréttir Einn hressasti Twitter-notandi landsins skoðaði gamlar færslur Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er ekki bara góð í golfi heldur virðist hún einnig vera afskaplega hreinskilin. Það má meðal annars sjá á Twitter síðu hennar. 22. apríl 2020 23:00 Bauð Valdísi Þóru tvö kameldýr fyrir að giftast sér Valdís Þóra Jónsdóttir sagði frá skemmtilegri uppákomu í Sportinu í dag. 22. apríl 2020 15:47 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira
Einn hressasti Twitter-notandi landsins skoðaði gamlar færslur Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er ekki bara góð í golfi heldur virðist hún einnig vera afskaplega hreinskilin. Það má meðal annars sjá á Twitter síðu hennar. 22. apríl 2020 23:00
Bauð Valdísi Þóru tvö kameldýr fyrir að giftast sér Valdís Þóra Jónsdóttir sagði frá skemmtilegri uppákomu í Sportinu í dag. 22. apríl 2020 15:47