Færri andlát í ár en þrjú ár þar á undan Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 09:17 Sífellt fleiri Íslendingar fara fram á að vera brenndir eftir andlát sitt. stöð 2 Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu. Andlát Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu.
Andlát Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira