Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:00 Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius Mynd/Melina Rathjen Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“ Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira