Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:00 Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius Mynd/Melina Rathjen Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“ Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“
Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira