Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:00 Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius Mynd/Melina Rathjen Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“ Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“
Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira