Tilfellum fjölgar í fátækari ríkjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Smituðum hefur fjölgað um helming, fimmtíu prósent, í Venesúela síðustu vikuna. EPA/RAYNER PENA R Rúmlega tvær komma sjö milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í heiminum. Hundrað og níutíu þúsund hafa látist. Á meðan það hægist á útbreiðslunni í Evrópu er búist við því að staðan versni í fátækari heimshlutum. Kínverjar hafa þegar dregið verulega úr þeim takmörkunum sem voru settar á vegna faraldursins enda hefur fjöldi nýrra smitaðra dregist mikið saman. Hér í Evrópu ræða fjölmörg ríki nú um það hvernig eigi að aflétta aðgerðum. Telja sig komin yfir brattasta hjallan. Þótt staðan sé enn langverst í Bandaríkjunum, þar sem nærri níu hundruð þúsund hafa smitast, er sömuleiðis farið að hægjast á fjölgun smitaðra þar. Tugir þúsunda nýrra smita greinast þó enn á dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað reynt að vekja athygli á því undanfarnar vikur að það sé þörf á samstilltu átaki til að koma í veg fyrir hamfarakennt ástand í fátækustu ríkjum heims. Nú bendir margt til þess að faraldurinn gæti tekið kipp á þeim svæðum. Tilfellum fjölgar ört í Suður-Ameríku. Í Venesúela, fátækasta ríki álfunnar, hefur smituðum fjölgað um helming síðastliðna viku. Sömu sögu er að segja frá Afríku, þar sem veiran hefur nú greinst í nærri öllum ríkjum. Tilfellum hefur fjölgað úr átján þúsundum fyrir viku í um 27 þúsund í dag og búist er við frekari aukningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Venesúela Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Rúmlega tvær komma sjö milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í heiminum. Hundrað og níutíu þúsund hafa látist. Á meðan það hægist á útbreiðslunni í Evrópu er búist við því að staðan versni í fátækari heimshlutum. Kínverjar hafa þegar dregið verulega úr þeim takmörkunum sem voru settar á vegna faraldursins enda hefur fjöldi nýrra smitaðra dregist mikið saman. Hér í Evrópu ræða fjölmörg ríki nú um það hvernig eigi að aflétta aðgerðum. Telja sig komin yfir brattasta hjallan. Þótt staðan sé enn langverst í Bandaríkjunum, þar sem nærri níu hundruð þúsund hafa smitast, er sömuleiðis farið að hægjast á fjölgun smitaðra þar. Tugir þúsunda nýrra smita greinast þó enn á dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað reynt að vekja athygli á því undanfarnar vikur að það sé þörf á samstilltu átaki til að koma í veg fyrir hamfarakennt ástand í fátækustu ríkjum heims. Nú bendir margt til þess að faraldurinn gæti tekið kipp á þeim svæðum. Tilfellum fjölgar ört í Suður-Ameríku. Í Venesúela, fátækasta ríki álfunnar, hefur smituðum fjölgað um helming síðastliðna viku. Sömu sögu er að segja frá Afríku, þar sem veiran hefur nú greinst í nærri öllum ríkjum. Tilfellum hefur fjölgað úr átján þúsundum fyrir viku í um 27 þúsund í dag og búist er við frekari aukningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Venesúela Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira