Engin lyfjapróf verið tekin í samkomubanni Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. apríl 2020 10:30 Birgir Sverrisson Vísir/Skjáskot Kórónaveirufaraldurinn hefur víðtæk áhrif á ótal kima íþróttalífs og þar á meðal lyfjaeftirlit í íþróttum. Birgir Sverrisson sem starfar hjá Lyfjaeftirliti Íslands fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag í gær. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Staðan er flókin þó þetta sé einföld spurning. Á Íslandi er það þannig að dregið hefur verið úr starfseminni, með vísan til lyfjaprófa. Lyfjaprófum hefur fækkað á þessum tímum,“ segir Birgir og heldur áfram. „Það er hægt að lyfjaprófa á Íslandi í dag. Við erum ekki að gera það mikið nema það sé þörf á því. Það hefur ekkert lyfjapróf verið tekið síðan samkomubann var sett á en við tökum þau ef þörf er á.“ Hann segir jafnframt að ástandið í heiminum hafi minni áhrif á lyfjaeftirlit hér á landi heldur en í mörgum öðrum löndum heims. „Í sumum löndum er ekki hægt að taka lyfjapróf. Það er líka hluti ástæðunnar fyrir því að Ólympíuleikunum var frestað.“ Hægt er að senda inn til Lyfjaeftirlits Íslands ef fólk hefur grun um að verið sé að brjóta á lyfjareglum en Birgir minnir á að það sé skylda allra í íþróttahreyfingunni að hafa augun opin fyrir slíku og láta vita. Hægt er að gera það á heimasíðu lyfjaeftirlitsins. „Langstærstur hluti íþróttafólks er hreint íþróttafólk. Vissulega skapar þetta ákveðinn glugga fyrir þá sem vilja hafa rangt við en það er erfiðara á Íslandi heldur en mörgum öðrum löndum þar sem má ekki fara út úr húsi. Ég vil ítreka það að það er skylda okkar allra sem störfum í íþróttahreyfingunni að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum til lyfjaeftirlitsins og þá er hægt að bregðast við því,“ segir Birgir. Viðtalið við Birgi í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Umræða um lyfjamál Sportið í dag Lyf Samkomubann á Íslandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sjá meira
Kórónaveirufaraldurinn hefur víðtæk áhrif á ótal kima íþróttalífs og þar á meðal lyfjaeftirlit í íþróttum. Birgir Sverrisson sem starfar hjá Lyfjaeftirliti Íslands fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag í gær. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Staðan er flókin þó þetta sé einföld spurning. Á Íslandi er það þannig að dregið hefur verið úr starfseminni, með vísan til lyfjaprófa. Lyfjaprófum hefur fækkað á þessum tímum,“ segir Birgir og heldur áfram. „Það er hægt að lyfjaprófa á Íslandi í dag. Við erum ekki að gera það mikið nema það sé þörf á því. Það hefur ekkert lyfjapróf verið tekið síðan samkomubann var sett á en við tökum þau ef þörf er á.“ Hann segir jafnframt að ástandið í heiminum hafi minni áhrif á lyfjaeftirlit hér á landi heldur en í mörgum öðrum löndum heims. „Í sumum löndum er ekki hægt að taka lyfjapróf. Það er líka hluti ástæðunnar fyrir því að Ólympíuleikunum var frestað.“ Hægt er að senda inn til Lyfjaeftirlits Íslands ef fólk hefur grun um að verið sé að brjóta á lyfjareglum en Birgir minnir á að það sé skylda allra í íþróttahreyfingunni að hafa augun opin fyrir slíku og láta vita. Hægt er að gera það á heimasíðu lyfjaeftirlitsins. „Langstærstur hluti íþróttafólks er hreint íþróttafólk. Vissulega skapar þetta ákveðinn glugga fyrir þá sem vilja hafa rangt við en það er erfiðara á Íslandi heldur en mörgum öðrum löndum þar sem má ekki fara út úr húsi. Ég vil ítreka það að það er skylda okkar allra sem störfum í íþróttahreyfingunni að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum til lyfjaeftirlitsins og þá er hægt að bregðast við því,“ segir Birgir. Viðtalið við Birgi í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Umræða um lyfjamál
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Lyf Samkomubann á Íslandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti