Körfubolti

Lykilmenn framlengja í Njarðvík og Þorlákshöfn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Vísir/Bára

Körfuboltalið landsins eru óðum að taka á sig mynd fyrir næstkomandi keppnistímabil en ekki tókst að ljúka síðustu leiktíð í Dominos deildunum vegna kórónaveirufaraldursins.

Njarðvík var í 5.sæti þegar keppni var hætt og hafa nú framlengt samninga við fyrirliða liðsins, þá Loga Gunnarsson og Ólaf Helga Jónsson. Hinn þrautreyndi Logi er fyrirliði liðsins en Ólafur Helgi er varafyrirliði og hafa þeir báðir verið í stórum hlutverkum hjá Njarðvík undanfarin ár.

Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9.sæti Dominos deildarinnar en þeir hafa sömuleiðis framlengt samninga við tvo íslenska leikmenn sem hafa spilað stóra rullu hjá ÞorlákshafnarÞórsurum undanfarin ár.

Þeir Emil Karel Einarsson og Ragnar Örn Bragason verða áfram í Þorlákshöfn á næsta tímabili en nýr þjálfari tók við stjórnartaumunum í Þorlákshöfn á dögunum þegar Lárus Jónsson færði sig um set frá Akureyri og tók við Þór Þ. af hinum þrautreynda Friðriki Inga Rúnarssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×