Meirihluti kvenna upplifir slæma líkamsmynd eftir fæðingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2020 10:36 Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir segja að fræðsla um líkamsmynd ætti að vera hluti af mæðra- og ungbarnavernd á Íslandi. Íslenskar mæður upplifa margar neikvæða líkamsmynd eftir meðgönguna. Mynd úr einkasafni Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. Þær hafa sett af stað könnun þar sem konur svara spurningum nafnlaust og er leitað að mæðrum sem eignuðust barn 2019 eða 2020. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að líkamsmynd kvenna hér á landi batni á meðgöngunni en taki svo mikla dýfu, mjög oft gerist það nokkrum vikum eftir fæðingu barnsins. Þær Elva og Sólrún fundu áhrifin sjálfar á eigin skinni þegar þær eignuðust börn á síðasta ári. „Við Sólrún erum báðar í stjórn Samtaka um líkamsvirðing og höfum haft áhuga á líkamsvirðingu og líkamsmynd í mörg ár. Við erum báðar sálfræðimenntaðar og höfum sinnt ráðgjöf og fræðslu um málefnið,“ segir Elva Björk um verkefnið. „Við urðum síðan óléttar á svipuðum tíma og eignuðumst barn í fyrra og þessi hugmynd kom upp í spjalli okkar á milli, pælingar um líkamsmynd á meðgöngu og síðan eftir fæðingu. Okkur fannst líka áhugavert hvað okkar eigin líkamsmynd tók miklum breytingum á þessum tíma. Svo fórum við að lesa okkur til og þá langaði okkur að gera eitthvað meira við þetta, vekja athygli á þessu því við fundum lítið efni um þetta, sérstaklega ekki varðandi íslenskar konur,“ segir Sólrún. Konan verður að sýningardýri „Þetta efni er því miður ekki mikið rannsakað og lítið talað um líkamsmynd kvenna á meðgöngu og eftir meðgöngu og fannst okkur því mikilvægt að kafa dýpra ofan í efnið,“ segir Elva. En hver eru helstu áhyggjuefnin hjá þessum mæðrum? „Við höfum fengið margar reynslusögur frá konum og tala mjög margar um það hve erfitt það getur reynst þeim að venjast nýjum og breyttum líkama. Margar tala um þá pressu sem þær upplifa í tengslum við að grennast fljótt eftir fæðingu. Á meðgöngu tala margar konur um það hve óþægilegt það sé að á meðgöngu megi allt í einu allir tjá skoðun sína á líkama konunnar. Konan verður að einhvers konar sýningardýri. Fólk er að spá lögun bumbunnar, stærð og fleira. Fólk er oft að snerta líkama konunnar sem mörgum konum finnst óþægilegt. Konurnar nefna líka að erfitt sé að hafa einhverja stjórn á þessum breytingum og áhyggjum yfir því að vera að fá einhver skilaboð um til dæmis að vera of stór eða með of stóra bumbu eða vera of nettar. En líkt og við flestar könnumst nú við, sem höfum gengið með börn, á þá höfum við mjög takmarkaða stjórn á þessum þáttum.“ Sólrún segir að þetta snúist líka um hvaða væntingar konur gera til líkama sinna á þessu skeiði lífsins. „Auðvitað er samfélagið með ákveðnar væntingar og hefur áhrif og mér finnast til dæmis líkamar á meðgöngu sem við sjáum í fjölmiðlum ósköp einsleitir, eins og svosem líkamar almennt. Almennt erum við með óraunhæfar væntingar til eigin líkama og við höfum í raun miklu minni stjórn á eigin líkamsvexti heldur en kannski er verið að reyna að telja okkur trú um. En þetta á sérstaklega við um tímabilið á meðgöngu og eftir fæðingu. Hjá sumum gengur þetta svo langt að þetta veldur bara miklum truflunum á lífinu, að vera alltaf að hugsa um hvernig líkaminn er. Leyfum kannski ekki myndatökur af okkur og sjáum oft eftir því seinna meir.Jafnvel þannig að við náum ekki að gera alls konar uppbyggilega og sniðuga hluti í staðinn og náum ekki að njóta líðandi stundar. Og sumar þróa með sér alvarlegri erfiðleika eins og þunglyndi og kvíða í kjölfarið á slakri líkamsmynd.“ Elva segir að það komi mörgum konum á óvart hve fljótt líkaminn getur tekið breytingum á meðgöngu. „Til dæmis geta meðgönguhormón haft þau áhrif, mjög snemma á meðgöngunni að við verðum útþanin. Liðamót mýkjast og undirbúa stækkun líkamans, sem gerir það að verkum að við verðum öll mýkri og breiðari. Hormónin hafa ekkert endilega staðbundin áhrif og því geta konur stækkað á fleiri stöðum en bara á mjöðmum og maga. Til dæmis finna margar fyrir því að þær stækka um skóstærð. Óléttuhormón hafa einnig áhrif á meltingu og hægir jafnvel á meltingarferlinu sem getur skapað hægðatregðu og útþaninn maga.“ Hún segir að þessi tími geti oft reynst konum erfiður, líkamsmyndarlega séð, þar sem þær eru kannski ekki farnar að tilkynna óléttuna en líkaminn farinn að breytast og stækka. Elva Dögg segir að þrátt fyrir að vera mjög meðvituð um líkamsvirðingu, hafi meðgangan haft áhrif á hennar líkamsmynd. Mynd úr einkasafni Magnaður mömmulíkami Elva og Sólrún segja að rannsóknir sýni til dæmis að líkamsmynd kvenna batni oft á meðgöngu, en það ferli hefst samt oftast ekki fyrr en óléttubumban er orðin „óléttuleg.“ Þær hafa strax séð ákveðin mynstur í þeim reynslusögum sem þær hafa nú þegar fengið sendar. Sólrún segir að það séu komin í ljós nokkur þemu en þær eru enn að vinna úr þeim. „Ég tengi við mjög margt sjálf. Við sáum mikið af reynslusögum um ánægju með óléttubumbuna því hún er leyfilega bumban, að fá frí frá viðteknum staðalmyndum á meðgöngu, hafa „afsökun“ fyrir mjúkum líkama fyrstu mánuði barnsins. En líka óvæntar breytingar á líkamanum eftir meðgöngu, væntingar um að ná fyrra formi sem stóðust ekki, að sakna gamla líkamans, skömm yfir líkamanum. Sem betur fer erum við líka að fá jákvæðar reynslusögur, konur sem eru stoltar af magnaða mömmulíkamanum sínum og því sem hann hefur og getur gert.“ Elva segir að þegar kemur að líkamsmynd kvenna á meðgöngunni sjálfri, þá hafi margar konur mjög jákvæðar sögur að segja. Eins og að finnast þær loksins vera með „leyfilega“ bumbu og leyfa því bumbunni loksins að njóta sín og sjást. „Þessar sögur ríma við sögur úr erlendum rannsóknum þar sem konur, og þá helst feitari konur, tala oft um ákveðið frelsi frá útlitsviðmiðum sem þær upplifa á meðgöngu. Talað er um að meðgöngutíminn sé í raun eini tíminn okkar á fullorðinsárum þar sem þyngdaraukningu er vænst og stækkandi bumbu fagnað. Þessu getur fylgt frelsi fyrir konur sem eru í breiðari kantinum sem hafa mögulega oft fengið útlitslega neikvæð skilaboð frá samfélaginu.“ Í gallabuxum heim af fæðingardeildinni Elva segir að konur tali líka um stjórnleysi í sögum sínum, tilfinningu um að vera að missa stjórn á eigin líkama og útliti. „Sumum finnst það í lagi og líða vel með það að hafa stækkandi lífveru inni í sér meðan aðrar tala um það að tengjast komandi barni lítið og finnast þær jafnvel vera með einhvers konar geimveru inn í sér sem dregur úr þeim alla orku.“ Margar konur tala um meiri sátt við líkama sinn á meðgöngu en venjulega og rímar það við niðurstöður rannsókna sem sýna að líkamsmynd kvenna getur batnað á meðgöngu. En þegar litið er til reynslu kvenna eftir fæðing þá má líka sjá ákveðið stef í sögum þeirra. „Það sem virðist meirihluti kvenna finni fyrir slæmri líkamsmynd eftir fæðingu. Þótt ein og ein tali um að upplifa mjög jákvæðar tilfinningar til líkama síns eftir fæðingu barns voru neikvæðu sögurnar mun algengari. Konurnar nefna það hve erfitt að getur verið að kynnast nýjum líkama og læra inn á hann. Hve erfitt það að losna ekki strax við þau auka kíló sem komu á meðgöngu. Margar nefna pressuna við að léttast, sem þær byrja að finna fyrir þegar líður frá fæðingunni.“ Elva segir að rannsóknir sýni að líkamsmynd kvenna taki mikla dýfu eftir fæðingu barns og þá sérstaklega í kringum sjötta mánuðinn eftir fæðingu. „Telja margir að það megi rekja til þess að þá sé liðinn það langur tími frá fæðingu að pressan um að komast aftur í form verði meiri. Konur sjá daglega myndir af fína og fræga fólkinu sem kemst í form á mettíma og hér áður fyrr voru „hetjusögur“ sagðar af konum sem grenntust hratt eftir fæðingu og gengu jafnvel út af fæðingardeildinni í gömlu góðu gallabuxunum sínum. Þessar sögur hafa án efa neikvæð áhrif á þær konu sem eru ekki að upplifa það sama. Meirihluti kvenna grennast ekki svona hratt og eru flestar konur að minnsta kosti einu til fimm kílóum þyngri heilu ári eftir fæðingu barns en fyrir meðgöngu. Það sem er líka sorglegt er að það að ganga með barn getur breytt líkama okkar gríðarlega, annað hvort til skamms tíma eða lengri en útlitsfyrirmyndir okkar virðast ekki breytast. Þannig að kona sem hefur einhverja ímynd um hvernig hún vill líta út breytir ekkert ímynd sinni eftir að hafa gengið með barn. Hún gerir því í raun óraunhæfar útlitskröfur til sín.“ Skrítið að fela ekki magann Þær höfðu oft rætt þetta málefni sín á milli en þegar þær gengu báðar í gegnum þetta ferli á síðasta ári ákváðu þær að gera könnun á þessu hér á landi. Sólrún segir að sér hafi sjálfri liðið ágætlega líkamlega á meðgöngunni sjálfri. „Verandi frekar hávaxin og í yfirþyngd þá sást lítið á mér fyrr en frekar seint og mér fannst ég alltaf vera að bíða eftir þessari körfuboltakúlu. Ég fór í meðgöngusund um miðja meðgönguna og leið hálfpartinn eins og svikara. Mér fannst rosalega skrýtið að eiga allt í einu ekki að fela magann heldur að flíka honum og að geta átt von á strokum og athugasemdum frá hálf-ókunnugu fólki. Til að byrja með batnaði líkamsmyndin, líkami minn varð eiginlega viðteknari, það er miklu samfélagslega samþykktara að vera með bumbu og slit ef þú ert nýbúin að eignast barn þótt ég hafi verið með bumbu og slit fyrir. Ég var með litla matarlyst á meðgöngunni og þyngdist ekkert og naut þess að ganga í þröngum kjólum og sýna bumbuna undir lokin.“ Sólrún hefur unnið fræðsluefni um andlega líðan kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu, fyrir heilsugæslustöðvarnar.Mynd úr einkasafni Elva var að ganga í gegnum sína þriðju meðgöngu og upplifði að kúlan stækkaði hratt og mikið. „Ég fann mjög fljótt fyrir breytingum á líkama mínum, sem mér fannst mjög skrýtið. Ég var varla búin að pissa á prófið þegar maginn var farinn að þenjast út og ég hætt að komast í gallabuxur. Auðvitað var það ekki fóstrið eða legið sem var að stækka, en mögulega má rekja breytinguna til hormónabreytinga. Ég var með gríðarlega stóra bumbu og varð hún strax mjög sýnileg. Ég fékk oft skilaboð um það hve stór hún var. En þar sem þetta var mitt þriðja barn þá náði ég alltaf að réttlæta stærð bumbunnar með því að þetta væri nú mín þriðja meðganga. En auðvitað hefði ég ekkert átt að þurfa að gera það. Bumbur koma í öllum stærðum. Ég held að fáar konur sleppi við bumbuathugasemdir. Alveg sama hvort bumban er stór eða lítil, alltaf þarf einhver að hafa skoðun á því. Þetta er mjög sérstakur tími. Sjaldan hefur fólk eins miklar skoðun á útliti þínu eins og á meðgöngu. Ég veit að fólk meinar auðvitað oft mjög vel en fyrir þær konur, sem eru fyrir mjög meðvitaðar með útlit sitt og jafnvel að finna fyrir slæmri líkamsmynd, þá getur þetta verið olía á eldinn. Líkt og margar konur nefna í sínum sögum þá upplifði ég það að vera loksins með „leyfilega“ bumbu. Ég gekk í mun þrengri bolum og kjólum en oft áður og var bara stolt af bumbunni. Í raun var líkamsmyndin mín mun betri á meðgöngu en fyrir hana og eftir. Ég fann fyrir miklu frelsi frá útlitsiviðmiðum og útlitspressu og fannst það mjög gott.“ Hamingjuvíma breyttist í vetrarlægð Báðar upplifðu þær svo dýfu í líkamsmyndinni nokkrum mánuðum eftir fæðinguna. Sólrún segist hafa verið með miklar væntingar um þyngdartapið sem rættust ekki. „Ég hafði beðið eftir barninu í mörg ár, var í áhættumeðgöngu og þurfti að fara í keisara en elsku drengurinn minn kom heill í heiminn svo ég var í hamingjuvímu yfir hvað þetta gekk allt saman vel . Ég fékk einhverja óskiljanlega aukaorku fyrst um sinn og var í minningunni alltaf í kjól með varalit að baka fyrstu vikurnar og bauð í nafnakaffi þegar hann var fimm daga gamall. Ég var grennri heldur en fyrir meðgönguna og var með miklar væntingar um að ég myndi áfram grennast sjálfkrafa út af brjóstagjöfinni og öllum gönguferðunum með vagninn. Það sem ég átti ekki von á var þetta óseðjandi hungur sem ég fann fyrir næstu mánuði. Ég var með svo mikla matarlyst að mér fannst ég botnlaus, stundum eins og eitthvað dýr, mér fannst ég alveg stjórnlaus. Drengurinn var frekar óvær fyrstu mánuðina og virtist aldrei detta í fyrirsjáanlegt svefnmynstur en brjóstagjöfin gekk vel og drengurinn þyngdist hratt og ég líka. Eftir nokkra mánuði af stanslausi áti, hreyfingarleysi í vetrarlægðum og svefn- og orkuleysi varð ég að horfast í augu við það að ég var mjög langt frá væntingunum sem ég hafði og varð fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig. Mér leið eins og baugóttum blöðrusel, fallegu þröngu kjólarnir voru á bak og burt og í staðinn voru bómullarleggings og blettóttir íþróttabolir staðalbúnaður. Þrátt fyrir alla mína þekkingu og líkamsvirðingarvitund hefur líkamsmyndin ekki verið upp á marga fiska síðustu mánuði en þetta er allt að koma.“ View this post on Instagram Í stað þess að hugsa um slitin, slappa magann og þreyttu brjóstin ætla ég að reyna að ímynda mér hvað þessi litli gaur er að hugsa þegar hann horfir á mömmu sína #líkamsvirðing #bodypositivity #bodyrespect #bodyacceptance #mombody #allbodiesaregoodbodies A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on Apr 21, 2020 at 1:56pm PDT Víkkaði útlitsviðmiðin Elva segir að til að byrja með hafi líkamsmyndin verið í lagi, henni hafi liðið mjög vel. „Mér fannst alveg eðlilegt að vera mjúk og breiðari, enda ný búin að eignast barn. En svo kom að því að líkamsmyndin tók þessa klassísku dýfu. Þegar barnið mitt var í kringum fimm eða sex mánaða gamalt fór ég finna fyrir rosalega slæmri líkamsmynd. Líkaminn minn var ennþá mun breiðari en fyrir meðgöngu og mýkri. Mér fannst eins og ég ætti að vera búin að ná mér aftur í gamla formið, enda komið hálft ár frá fæðingu barns. Þrátt fyrir að vera mjög meðvituð um málefni er varða líkamsmynd, sjálfsmynd og líkamsvirðingu þá upplifði ég þessa niðursveiflu og er bara að vinna í mínum málum núna og reyna að kynnast þessum nýja og mýkri líkama og ná sátt við hann.“ Hún segir að barneignirnar hafi bæði haft góð og slæm áhrif á líkamsmyndina „Slæm að því leyti sem ég nefni hér að framan, líkaminn breytist með hverri meðgöngu, mýkist, slitnar og stækkar og það tekur tíma að venjast því. Sumt fer til baka í sama form með tímanum en annað ekki. Barneignir hafa þó líka haft góð áhrif á mína líkamsmynd. Það að verða mamma hefur víkkað aðeins útlitsviðmiðin mín. Núna lít ég til kvenna sem hafa gengið með börn og sé hvernig líkamar þeirra eru. Ég ósjálfrátt ber mig núna frekar saman við konur sem eru á svipuðum stað í lífinu og ég, í stað þess að bera mig saman við yngri konur sem hafa kannski aldrei gengið með börn. Einnig finn ég fyrir miklu þakklæti til líkama míns, til þess sem hann gat gert og hve sterkur hann er. Mér finnst alveg magnað að hafa náð að ganga með mitt þriðja barn og fæða, orðin 39 ára gömul. Það er ekkert gefið.“ Möguleg áhrif á brjóstagjöf Þær segja að erlendar rannsóknir sýni að mjög mikilvægt sé að fylgjast með líðan verðandi og nýbakaðra mæðra og jafnvel ætti að skima fyrir líkamsmynd eða allavega hafa líkamsmynd mæðra í huga í mæðraverndinni og ungbarnavernd. „Slæm líkamsmynd bæði á meðgöngu og eftir meðgöngu getur haft neikvæð áhrif á matarvenjur, ýtt undir óheilbrigðari matarvenjur og ýktar, eins og föstur og ofátsköst. Þetta getur haft áhrif á þroska fóstursins. Slæm líkamsmynd hefur verið tengt við meiri fæðingarþunglyndi og kvíða, minni hreyfingu og meiri þyngdaraukningu. Nokkrar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl slæmrar líkamsmyndar og vandræði við brjóstagjöf,“ útskýrir Elva. Sólrún segir að það virðist sem íslenskar mæður séu að bera sig mikið saman við aðrar mæður en kannski ekki alltaf meðvitað. „Það er okkur eðlislægt að bera okkur saman við aðra en við erum yfirleitt að gera það með neikvæðri skekkju. Alla daga dynja leynt og ljóst á okkur ímyndir um hvernig líkamar eiga að vera. Alla daga og við mótumst af því hvort sem við viljum eða ekki. Það er ósköp eðlilegt að vilja sýna öðrum sig í sínu besta ljósi en við eigum það til að halda að glansmyndin endurspegli hinn hversdagslega raunveruleika. Áhrifavaldar og samfélagsmiðlar geta þarna haft gríðarleg áhrif. Við þurfum að sjá fjölbreyttari líkama, fjölbreyttari óléttubumbur og fjölbreyttari mömmumaga. En sem betur fer getum við núna stjórnað því efni sem við sjáum í meira mæli en oft áður. Við ráðum hverjum við fylgjumst með á samfélagsmiðlunum og ég hvet alla til að finna sér fjölbreyttar fyrirmyndir og minnka þannig áhrif útlitsdýrkunar. Ég mæli sérstaklega með Instagramminu hennar Elvu Bjarkar.“ Elva bætir við að íslenskar mæður séu ekki bara að bera sig saman við aðrar mæður heldur bara konur almennt. „Útlitsviðmið og fyrirmyndir virðast nefnilega því miður lítið breytast þrátt fyrir að kona hefur gengið með barn eða börn. Yngri mæður finna meira fyrir þessu en eldri, mögulega þar sem þær hafa færri konur í kringum sig sem hafa gengið með börn og eru mögulega bara nýfarnar að venjast fullþroskuðum líkama sínum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýbakaðar mæður fái raunsæja mynd af líkömum kvenna eftir fæðingu. Það er svo mikilvægt að normalísera slit, slappa húð, slöpp brjóst, mjúkan maga, appelsínuhúð.“ Hún segir að samfélagsmiðlar og áhrifavaldar geti sýnt raunveruleikann í þessu samhengi, alla flóruna. „Alls ekki tala neikvætt um líkama kvenna sem grennast hratt, hver sem ástæðan er, ekki tala neikvætt um það til að reyna að upphefja breiðari líkama. Bara sýna öllum líkömum virðingu. Sýna hvernig raunveruleikinn er. Fókusa á hvað líkaminn getur í stað þess hvernig hann lítur út. Þjálfa þakklæti í garð líkamans og fyrir margar konur virkar best að gera líkamann og útlitið að hlutlausari þætti, minnka vægi útlits í sjálfsmyndinni og sætta sig við að líkaminn er breyttur og það hefur engin áhrif á virði þitt sem manneskju.“ Samkenndin mikilvæg Elva segir að það sé mikilvægt fyrir verðandi og nýbakaðar mæður að sýna sjálfri sér samkennd ef þær vilja vera jákvæðar eða jákvæðari gagnvart eigin líkama. „Hvað myndir þú segja við vinkonu þína sem er ný búin að ganga með barn? Myndir þú setja sömu pressu á hana? Líkaminn var að ganga í gegnum eitt mesta breytingaskeið fullorðinsáranna og því gríðarlega mikilvægt að sýna líkamanum umburðarlyndi. Ég hvet konur líka til að færa fókusinn frá útlitinu. Huga frekar að því sem líkaminn gat og hvað hann er að gera. Hann gat gengið með barn, fætt barn, mjaðmirnar þínar stækkuðu svo barnið þitt kæmist fyrir og svo þú gætir að lokum fætt barnið þitt. Brjóstin stækkuðu og slitnuðu svo þú gæti gefið barni þínu næringu. Það teygðist úr húð þinni svo maginn þinn gæti stækkað og búið til gott heimili fyrir barnið þitt í níu mánuði.“ Sólrún tekur undir þetta og hvetur konur eindregið til þess að finna Elvu á Instagram undir notendanafninu @elvaagustsdottir en þar sýnir hún meðal annars margar leiðir til að bæta líkamsmyndina. „Það er margt sem við getum gert. Að hugsa vel um líkama okkar, næra hann vel, hreyfa okkur eins og við höfum tíma og orku til, reyna að horfa á hann án þess að dæma og leyfa okkur að njóta ánægju eins og líkaminn er núna , hvort sem það er með því að kaupa okkur falleg föt sem passa, fá snertingu frá maka, fara í sund þegar það má aftur og svo framvegis,“ segir Sólrún. „Það skiptir svo miklu máli að við sýnum sjálfum okkur samkennd og mildi í stað þess að vera með svipuna á okkur sjálfum - þetta getur verið drulluerfitt og oft líður okkur ekki nógu vel en við erum ekki einar, svona líður mjög mörgum konum í þessari stöðu. Við þurfum ekkert endilega að elska líkama okkar en við þurfum að sætta okkur við að svona er líkami okkar núna og kannski er útlit okkar ekki það eina sem skiptir máli og ekki það eina sem gerir okkur einhvers virði.“ Sólrún segir að hún hafi fengið einhverja óskiljanlega aukaorku fyrst um sinn eftir fæðinguna.Mynd úr einkasafni Vel meintar athugasemdir særa líka Elva bendir á að líkami mæðra þurfi að venjast því að sofa minna eftir fæðinguna og vera ávallt viðbúinn því að þurfa að sinna þörfum annarrar manneskju. „Svefnleysið og orkuleysið kallar á mat og orku. Þetta er því alls ekki rétti tíminn til að eyða orku og athygli í að hugsa um kílóatölu á vigt eða hreyfa sig úr hófi.“ Þær segja að það þurfi almennt að minnka umræðuna um stærð, þyngd og slíkt. Það á líka við umræðu um líkama kvenna á meðgöngu. „Í raun erum við kannski að standa okkur ágætlega þegar kemur að líkama kvenna á meðgöngunni sjálfri. Við höfum náð langt frá því í gamla daga þar sem komur þurftu jafnvel að fela óléttubumbuna, í dag fögnum við henni oftast. En það er mikilvægt að vera ekki að viðra skoðanir sínar á stærð bumbunnar við mann og annan .Við vitum aldrei hvaða áhrif það getur haft á óléttu konuna, segir Elva.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er yfirleitt vel meint, margir eru áhugasamir um meðgöngur og enda í raun magnað fyrirbæri. Ég þekki það sjálf að langa til að klappa óléttubumbum á vinkonum mínum. En flestum þykir óvelkomin snerting óþægileg og maginn er svæði sem er almennt ekki snert af öðrum, nema einmitt á meðgöngu. Ef þú getur ekki hamið þig og að því gefnu að þetta sé einhver sem þú þekkir ágætlega þá er sjálfsögð kurteisi að spyrja um leyfi og það er sjálfsagt líka að segja nei. Varðandi athugasemdir þá er gott að hafa í huga að meðganga getur verið mjög erfiður og viðkvæmur tími og það sem getur verið meint sem hrós eins og „vá hvað þú ert blómleg“ eða „mikið ertu með netta kúlu“ getur jafnvel verið mjög særandi. Almennar reglur um virðingu og persónuleg mörk eiga alveg eins við á meðgöngu og á öðrum tíma en förum varlega í óumbeðnar athugasemdir og ráð og munum að líkamar annarra koma engum öðrum við,“ segir Sólrún. Varðandi umræðuna um líkama eftir meðgöngu og fæðingu, þá segja þær að þetta sé að breytast í rétta átt. Sólrún segir mikilvægt að átta sig á því að allir líkamar eru góðir líkamar. „Að líkamar okkar taka yfirleitt stöðugum breytingum á lífsleiðinni og margir líkamar breytast varanlega eftir meðgöngu og fæðingu. Að hver líkami og hver meðganga er einstök og við getum ekki borið okkur saman við aðrar. Að við höfum miklu minni stjórn á líkamslögun en við höldum, þetta snýst ekki um að við séum ekki nógu duglegar eða agaðar eða góðar.“ Elva tekur undir þetta. „Ég held við séum á réttri leið með góðum fyrirmyndum sem sýna hver raunveruleikinn er. Auka umræðuna. Fræða nýbakaðar mæður um hve eðlilegt það sé að líkaminn sé breyttur! Hættum að upphefja líkama sem komust fljótt í fyrra form. Einblínum frekar á hve sterkur líkami nýbakaðra móður er.“ Heilbrigðisstarfsfólk í lykilstöðu Þær segja mikilvægt að fræðsla um líkamsmynd verði hluti af mæðravernd eða ungbarnavernd hér á landi. „Ég er sjálf sálfræðingur og vinn í heilsugæslunni með konum á meðgöngu og eftir fæðingu. Í mæðra- og ungbarnavernd hefur verið lögð mikil áhersla á andlega vanlíðan á síðustu árum og að finna og veita konum þjónustu sem finna fyrir þunglyndi og kvíða til dæmis. Það er í boði námskeið innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir konur sem glíma við andlega vanlíðan sem ég kom að því að þróa og þar er meðal annars fjallað aðeins fjallað um líkamsmynd. Slæm líkamsmynd virðist vera einn áhrifaþáttur í þróun þunglyndis og kvíða og því til mikils að vinna að bæta hana. Við erum í raun að átta okkur á hvað þetta virðist eiga við um margar konur, niðurstöður könnunarinnar benda til að líkamsmyndin er almennt slakari hjá konum eftir barnsburð en við áttum von á. Þetta er eitthvað sem mig langar að ræða við samstarfsfólk mitt í heilsugæslunni og kynna fyrir þeim þegar ég kem úr fæðingarorlofi,“ segir Sólrún. „Fólk sem starfar í mæðravernd og ungbarnavernd í lykilstöðu til að taka eftir þessu hjá konunum og grípa inn í með fræðslu eða ráðgjöf. Einnig mjög mikilvægt fyrir starfsfólk að vera vel upplýst um áhrif þess að setja útlits eða þyngdarpressu á konur. Held nú reyndar að flestir séu vel meðvitaðir um það og er það mín tilfinning að þyngdarpressan og viðmið séu minna mikilvæg núna í meðgöngueftirlitinu en áður,“ bætir Elva við. Mörgum líður eins Könnun Sólrúnar og Elvu styðst við spurningar úr lista sem nefnist Body Shape Questionnaire og var þýddur árið 2001 af Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Þær óska nú eftir svörum frá konum sem eignast hafa börn nýlega, annað hvort árið 2019 eða 2020. Einnig biðja þær um reynslusögur og er hægt að setja þær neðst í spurningalistann. „Við viljum kanna hver staðan er hér á landi. Hvað einkennir reynslu íslenskra kvenna svo hægt sé að taka tillit til þeirra í fræðslu og ráðgjöf í kjölfarið,“ segir Elva. Sólrún segir að þetta sé mikilvægt til þess að fá betri yfirsýn og innsýn inn í reynsluheim íslenskra kvenna. „Okkur langar að skoða hvort það séu einhver ákveðin þemu í gangi. Síðan langar okkur að kynna niðurstöðurnar fyrir þeim sem eru að vinna með þessum hópum. Eitt áhrifaríkasta verkfærið í þeirri vegferð að bæta líkamsmynd er að vita að maður sé ekki einn og að öðrum líði eins. Að þetta sé hluti af mannlegri reynslu.“ Sögurnar sem berast í gegnum könnunina verða notaðar í fræðslu og víðar, en ef konur óska eftir því í textanum að sagan verði aldrei birt þá er það virt. „Þá skrifa þær „ekki birta” og að sjálfsögðu verðum við við því og margar hafa gert það. En að sjálfsögðu er þetta nafnlaust. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir góð viðbrögð. Þetta er stutt en það er í boði að senda lengri reynslusögu og mér sýnist um helmingur hafa gert það, við erum búnar að frá ótrúlega mikið af áhugaverðum sögum en viljum endilega fá fleiri,“ segir Sólrún að lokum. Helgarviðtal Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. Þær hafa sett af stað könnun þar sem konur svara spurningum nafnlaust og er leitað að mæðrum sem eignuðust barn 2019 eða 2020. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að líkamsmynd kvenna hér á landi batni á meðgöngunni en taki svo mikla dýfu, mjög oft gerist það nokkrum vikum eftir fæðingu barnsins. Þær Elva og Sólrún fundu áhrifin sjálfar á eigin skinni þegar þær eignuðust börn á síðasta ári. „Við Sólrún erum báðar í stjórn Samtaka um líkamsvirðing og höfum haft áhuga á líkamsvirðingu og líkamsmynd í mörg ár. Við erum báðar sálfræðimenntaðar og höfum sinnt ráðgjöf og fræðslu um málefnið,“ segir Elva Björk um verkefnið. „Við urðum síðan óléttar á svipuðum tíma og eignuðumst barn í fyrra og þessi hugmynd kom upp í spjalli okkar á milli, pælingar um líkamsmynd á meðgöngu og síðan eftir fæðingu. Okkur fannst líka áhugavert hvað okkar eigin líkamsmynd tók miklum breytingum á þessum tíma. Svo fórum við að lesa okkur til og þá langaði okkur að gera eitthvað meira við þetta, vekja athygli á þessu því við fundum lítið efni um þetta, sérstaklega ekki varðandi íslenskar konur,“ segir Sólrún. Konan verður að sýningardýri „Þetta efni er því miður ekki mikið rannsakað og lítið talað um líkamsmynd kvenna á meðgöngu og eftir meðgöngu og fannst okkur því mikilvægt að kafa dýpra ofan í efnið,“ segir Elva. En hver eru helstu áhyggjuefnin hjá þessum mæðrum? „Við höfum fengið margar reynslusögur frá konum og tala mjög margar um það hve erfitt það getur reynst þeim að venjast nýjum og breyttum líkama. Margar tala um þá pressu sem þær upplifa í tengslum við að grennast fljótt eftir fæðingu. Á meðgöngu tala margar konur um það hve óþægilegt það sé að á meðgöngu megi allt í einu allir tjá skoðun sína á líkama konunnar. Konan verður að einhvers konar sýningardýri. Fólk er að spá lögun bumbunnar, stærð og fleira. Fólk er oft að snerta líkama konunnar sem mörgum konum finnst óþægilegt. Konurnar nefna líka að erfitt sé að hafa einhverja stjórn á þessum breytingum og áhyggjum yfir því að vera að fá einhver skilaboð um til dæmis að vera of stór eða með of stóra bumbu eða vera of nettar. En líkt og við flestar könnumst nú við, sem höfum gengið með börn, á þá höfum við mjög takmarkaða stjórn á þessum þáttum.“ Sólrún segir að þetta snúist líka um hvaða væntingar konur gera til líkama sinna á þessu skeiði lífsins. „Auðvitað er samfélagið með ákveðnar væntingar og hefur áhrif og mér finnast til dæmis líkamar á meðgöngu sem við sjáum í fjölmiðlum ósköp einsleitir, eins og svosem líkamar almennt. Almennt erum við með óraunhæfar væntingar til eigin líkama og við höfum í raun miklu minni stjórn á eigin líkamsvexti heldur en kannski er verið að reyna að telja okkur trú um. En þetta á sérstaklega við um tímabilið á meðgöngu og eftir fæðingu. Hjá sumum gengur þetta svo langt að þetta veldur bara miklum truflunum á lífinu, að vera alltaf að hugsa um hvernig líkaminn er. Leyfum kannski ekki myndatökur af okkur og sjáum oft eftir því seinna meir.Jafnvel þannig að við náum ekki að gera alls konar uppbyggilega og sniðuga hluti í staðinn og náum ekki að njóta líðandi stundar. Og sumar þróa með sér alvarlegri erfiðleika eins og þunglyndi og kvíða í kjölfarið á slakri líkamsmynd.“ Elva segir að það komi mörgum konum á óvart hve fljótt líkaminn getur tekið breytingum á meðgöngu. „Til dæmis geta meðgönguhormón haft þau áhrif, mjög snemma á meðgöngunni að við verðum útþanin. Liðamót mýkjast og undirbúa stækkun líkamans, sem gerir það að verkum að við verðum öll mýkri og breiðari. Hormónin hafa ekkert endilega staðbundin áhrif og því geta konur stækkað á fleiri stöðum en bara á mjöðmum og maga. Til dæmis finna margar fyrir því að þær stækka um skóstærð. Óléttuhormón hafa einnig áhrif á meltingu og hægir jafnvel á meltingarferlinu sem getur skapað hægðatregðu og útþaninn maga.“ Hún segir að þessi tími geti oft reynst konum erfiður, líkamsmyndarlega séð, þar sem þær eru kannski ekki farnar að tilkynna óléttuna en líkaminn farinn að breytast og stækka. Elva Dögg segir að þrátt fyrir að vera mjög meðvituð um líkamsvirðingu, hafi meðgangan haft áhrif á hennar líkamsmynd. Mynd úr einkasafni Magnaður mömmulíkami Elva og Sólrún segja að rannsóknir sýni til dæmis að líkamsmynd kvenna batni oft á meðgöngu, en það ferli hefst samt oftast ekki fyrr en óléttubumban er orðin „óléttuleg.“ Þær hafa strax séð ákveðin mynstur í þeim reynslusögum sem þær hafa nú þegar fengið sendar. Sólrún segir að það séu komin í ljós nokkur þemu en þær eru enn að vinna úr þeim. „Ég tengi við mjög margt sjálf. Við sáum mikið af reynslusögum um ánægju með óléttubumbuna því hún er leyfilega bumban, að fá frí frá viðteknum staðalmyndum á meðgöngu, hafa „afsökun“ fyrir mjúkum líkama fyrstu mánuði barnsins. En líka óvæntar breytingar á líkamanum eftir meðgöngu, væntingar um að ná fyrra formi sem stóðust ekki, að sakna gamla líkamans, skömm yfir líkamanum. Sem betur fer erum við líka að fá jákvæðar reynslusögur, konur sem eru stoltar af magnaða mömmulíkamanum sínum og því sem hann hefur og getur gert.“ Elva segir að þegar kemur að líkamsmynd kvenna á meðgöngunni sjálfri, þá hafi margar konur mjög jákvæðar sögur að segja. Eins og að finnast þær loksins vera með „leyfilega“ bumbu og leyfa því bumbunni loksins að njóta sín og sjást. „Þessar sögur ríma við sögur úr erlendum rannsóknum þar sem konur, og þá helst feitari konur, tala oft um ákveðið frelsi frá útlitsviðmiðum sem þær upplifa á meðgöngu. Talað er um að meðgöngutíminn sé í raun eini tíminn okkar á fullorðinsárum þar sem þyngdaraukningu er vænst og stækkandi bumbu fagnað. Þessu getur fylgt frelsi fyrir konur sem eru í breiðari kantinum sem hafa mögulega oft fengið útlitslega neikvæð skilaboð frá samfélaginu.“ Í gallabuxum heim af fæðingardeildinni Elva segir að konur tali líka um stjórnleysi í sögum sínum, tilfinningu um að vera að missa stjórn á eigin líkama og útliti. „Sumum finnst það í lagi og líða vel með það að hafa stækkandi lífveru inni í sér meðan aðrar tala um það að tengjast komandi barni lítið og finnast þær jafnvel vera með einhvers konar geimveru inn í sér sem dregur úr þeim alla orku.“ Margar konur tala um meiri sátt við líkama sinn á meðgöngu en venjulega og rímar það við niðurstöður rannsókna sem sýna að líkamsmynd kvenna getur batnað á meðgöngu. En þegar litið er til reynslu kvenna eftir fæðing þá má líka sjá ákveðið stef í sögum þeirra. „Það sem virðist meirihluti kvenna finni fyrir slæmri líkamsmynd eftir fæðingu. Þótt ein og ein tali um að upplifa mjög jákvæðar tilfinningar til líkama síns eftir fæðingu barns voru neikvæðu sögurnar mun algengari. Konurnar nefna það hve erfitt að getur verið að kynnast nýjum líkama og læra inn á hann. Hve erfitt það að losna ekki strax við þau auka kíló sem komu á meðgöngu. Margar nefna pressuna við að léttast, sem þær byrja að finna fyrir þegar líður frá fæðingunni.“ Elva segir að rannsóknir sýni að líkamsmynd kvenna taki mikla dýfu eftir fæðingu barns og þá sérstaklega í kringum sjötta mánuðinn eftir fæðingu. „Telja margir að það megi rekja til þess að þá sé liðinn það langur tími frá fæðingu að pressan um að komast aftur í form verði meiri. Konur sjá daglega myndir af fína og fræga fólkinu sem kemst í form á mettíma og hér áður fyrr voru „hetjusögur“ sagðar af konum sem grenntust hratt eftir fæðingu og gengu jafnvel út af fæðingardeildinni í gömlu góðu gallabuxunum sínum. Þessar sögur hafa án efa neikvæð áhrif á þær konu sem eru ekki að upplifa það sama. Meirihluti kvenna grennast ekki svona hratt og eru flestar konur að minnsta kosti einu til fimm kílóum þyngri heilu ári eftir fæðingu barns en fyrir meðgöngu. Það sem er líka sorglegt er að það að ganga með barn getur breytt líkama okkar gríðarlega, annað hvort til skamms tíma eða lengri en útlitsfyrirmyndir okkar virðast ekki breytast. Þannig að kona sem hefur einhverja ímynd um hvernig hún vill líta út breytir ekkert ímynd sinni eftir að hafa gengið með barn. Hún gerir því í raun óraunhæfar útlitskröfur til sín.“ Skrítið að fela ekki magann Þær höfðu oft rætt þetta málefni sín á milli en þegar þær gengu báðar í gegnum þetta ferli á síðasta ári ákváðu þær að gera könnun á þessu hér á landi. Sólrún segir að sér hafi sjálfri liðið ágætlega líkamlega á meðgöngunni sjálfri. „Verandi frekar hávaxin og í yfirþyngd þá sást lítið á mér fyrr en frekar seint og mér fannst ég alltaf vera að bíða eftir þessari körfuboltakúlu. Ég fór í meðgöngusund um miðja meðgönguna og leið hálfpartinn eins og svikara. Mér fannst rosalega skrýtið að eiga allt í einu ekki að fela magann heldur að flíka honum og að geta átt von á strokum og athugasemdum frá hálf-ókunnugu fólki. Til að byrja með batnaði líkamsmyndin, líkami minn varð eiginlega viðteknari, það er miklu samfélagslega samþykktara að vera með bumbu og slit ef þú ert nýbúin að eignast barn þótt ég hafi verið með bumbu og slit fyrir. Ég var með litla matarlyst á meðgöngunni og þyngdist ekkert og naut þess að ganga í þröngum kjólum og sýna bumbuna undir lokin.“ Sólrún hefur unnið fræðsluefni um andlega líðan kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu, fyrir heilsugæslustöðvarnar.Mynd úr einkasafni Elva var að ganga í gegnum sína þriðju meðgöngu og upplifði að kúlan stækkaði hratt og mikið. „Ég fann mjög fljótt fyrir breytingum á líkama mínum, sem mér fannst mjög skrýtið. Ég var varla búin að pissa á prófið þegar maginn var farinn að þenjast út og ég hætt að komast í gallabuxur. Auðvitað var það ekki fóstrið eða legið sem var að stækka, en mögulega má rekja breytinguna til hormónabreytinga. Ég var með gríðarlega stóra bumbu og varð hún strax mjög sýnileg. Ég fékk oft skilaboð um það hve stór hún var. En þar sem þetta var mitt þriðja barn þá náði ég alltaf að réttlæta stærð bumbunnar með því að þetta væri nú mín þriðja meðganga. En auðvitað hefði ég ekkert átt að þurfa að gera það. Bumbur koma í öllum stærðum. Ég held að fáar konur sleppi við bumbuathugasemdir. Alveg sama hvort bumban er stór eða lítil, alltaf þarf einhver að hafa skoðun á því. Þetta er mjög sérstakur tími. Sjaldan hefur fólk eins miklar skoðun á útliti þínu eins og á meðgöngu. Ég veit að fólk meinar auðvitað oft mjög vel en fyrir þær konur, sem eru fyrir mjög meðvitaðar með útlit sitt og jafnvel að finna fyrir slæmri líkamsmynd, þá getur þetta verið olía á eldinn. Líkt og margar konur nefna í sínum sögum þá upplifði ég það að vera loksins með „leyfilega“ bumbu. Ég gekk í mun þrengri bolum og kjólum en oft áður og var bara stolt af bumbunni. Í raun var líkamsmyndin mín mun betri á meðgöngu en fyrir hana og eftir. Ég fann fyrir miklu frelsi frá útlitsiviðmiðum og útlitspressu og fannst það mjög gott.“ Hamingjuvíma breyttist í vetrarlægð Báðar upplifðu þær svo dýfu í líkamsmyndinni nokkrum mánuðum eftir fæðinguna. Sólrún segist hafa verið með miklar væntingar um þyngdartapið sem rættust ekki. „Ég hafði beðið eftir barninu í mörg ár, var í áhættumeðgöngu og þurfti að fara í keisara en elsku drengurinn minn kom heill í heiminn svo ég var í hamingjuvímu yfir hvað þetta gekk allt saman vel . Ég fékk einhverja óskiljanlega aukaorku fyrst um sinn og var í minningunni alltaf í kjól með varalit að baka fyrstu vikurnar og bauð í nafnakaffi þegar hann var fimm daga gamall. Ég var grennri heldur en fyrir meðgönguna og var með miklar væntingar um að ég myndi áfram grennast sjálfkrafa út af brjóstagjöfinni og öllum gönguferðunum með vagninn. Það sem ég átti ekki von á var þetta óseðjandi hungur sem ég fann fyrir næstu mánuði. Ég var með svo mikla matarlyst að mér fannst ég botnlaus, stundum eins og eitthvað dýr, mér fannst ég alveg stjórnlaus. Drengurinn var frekar óvær fyrstu mánuðina og virtist aldrei detta í fyrirsjáanlegt svefnmynstur en brjóstagjöfin gekk vel og drengurinn þyngdist hratt og ég líka. Eftir nokkra mánuði af stanslausi áti, hreyfingarleysi í vetrarlægðum og svefn- og orkuleysi varð ég að horfast í augu við það að ég var mjög langt frá væntingunum sem ég hafði og varð fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig. Mér leið eins og baugóttum blöðrusel, fallegu þröngu kjólarnir voru á bak og burt og í staðinn voru bómullarleggings og blettóttir íþróttabolir staðalbúnaður. Þrátt fyrir alla mína þekkingu og líkamsvirðingarvitund hefur líkamsmyndin ekki verið upp á marga fiska síðustu mánuði en þetta er allt að koma.“ View this post on Instagram Í stað þess að hugsa um slitin, slappa magann og þreyttu brjóstin ætla ég að reyna að ímynda mér hvað þessi litli gaur er að hugsa þegar hann horfir á mömmu sína #líkamsvirðing #bodypositivity #bodyrespect #bodyacceptance #mombody #allbodiesaregoodbodies A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on Apr 21, 2020 at 1:56pm PDT Víkkaði útlitsviðmiðin Elva segir að til að byrja með hafi líkamsmyndin verið í lagi, henni hafi liðið mjög vel. „Mér fannst alveg eðlilegt að vera mjúk og breiðari, enda ný búin að eignast barn. En svo kom að því að líkamsmyndin tók þessa klassísku dýfu. Þegar barnið mitt var í kringum fimm eða sex mánaða gamalt fór ég finna fyrir rosalega slæmri líkamsmynd. Líkaminn minn var ennþá mun breiðari en fyrir meðgöngu og mýkri. Mér fannst eins og ég ætti að vera búin að ná mér aftur í gamla formið, enda komið hálft ár frá fæðingu barns. Þrátt fyrir að vera mjög meðvituð um málefni er varða líkamsmynd, sjálfsmynd og líkamsvirðingu þá upplifði ég þessa niðursveiflu og er bara að vinna í mínum málum núna og reyna að kynnast þessum nýja og mýkri líkama og ná sátt við hann.“ Hún segir að barneignirnar hafi bæði haft góð og slæm áhrif á líkamsmyndina „Slæm að því leyti sem ég nefni hér að framan, líkaminn breytist með hverri meðgöngu, mýkist, slitnar og stækkar og það tekur tíma að venjast því. Sumt fer til baka í sama form með tímanum en annað ekki. Barneignir hafa þó líka haft góð áhrif á mína líkamsmynd. Það að verða mamma hefur víkkað aðeins útlitsviðmiðin mín. Núna lít ég til kvenna sem hafa gengið með börn og sé hvernig líkamar þeirra eru. Ég ósjálfrátt ber mig núna frekar saman við konur sem eru á svipuðum stað í lífinu og ég, í stað þess að bera mig saman við yngri konur sem hafa kannski aldrei gengið með börn. Einnig finn ég fyrir miklu þakklæti til líkama míns, til þess sem hann gat gert og hve sterkur hann er. Mér finnst alveg magnað að hafa náð að ganga með mitt þriðja barn og fæða, orðin 39 ára gömul. Það er ekkert gefið.“ Möguleg áhrif á brjóstagjöf Þær segja að erlendar rannsóknir sýni að mjög mikilvægt sé að fylgjast með líðan verðandi og nýbakaðra mæðra og jafnvel ætti að skima fyrir líkamsmynd eða allavega hafa líkamsmynd mæðra í huga í mæðraverndinni og ungbarnavernd. „Slæm líkamsmynd bæði á meðgöngu og eftir meðgöngu getur haft neikvæð áhrif á matarvenjur, ýtt undir óheilbrigðari matarvenjur og ýktar, eins og föstur og ofátsköst. Þetta getur haft áhrif á þroska fóstursins. Slæm líkamsmynd hefur verið tengt við meiri fæðingarþunglyndi og kvíða, minni hreyfingu og meiri þyngdaraukningu. Nokkrar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl slæmrar líkamsmyndar og vandræði við brjóstagjöf,“ útskýrir Elva. Sólrún segir að það virðist sem íslenskar mæður séu að bera sig mikið saman við aðrar mæður en kannski ekki alltaf meðvitað. „Það er okkur eðlislægt að bera okkur saman við aðra en við erum yfirleitt að gera það með neikvæðri skekkju. Alla daga dynja leynt og ljóst á okkur ímyndir um hvernig líkamar eiga að vera. Alla daga og við mótumst af því hvort sem við viljum eða ekki. Það er ósköp eðlilegt að vilja sýna öðrum sig í sínu besta ljósi en við eigum það til að halda að glansmyndin endurspegli hinn hversdagslega raunveruleika. Áhrifavaldar og samfélagsmiðlar geta þarna haft gríðarleg áhrif. Við þurfum að sjá fjölbreyttari líkama, fjölbreyttari óléttubumbur og fjölbreyttari mömmumaga. En sem betur fer getum við núna stjórnað því efni sem við sjáum í meira mæli en oft áður. Við ráðum hverjum við fylgjumst með á samfélagsmiðlunum og ég hvet alla til að finna sér fjölbreyttar fyrirmyndir og minnka þannig áhrif útlitsdýrkunar. Ég mæli sérstaklega með Instagramminu hennar Elvu Bjarkar.“ Elva bætir við að íslenskar mæður séu ekki bara að bera sig saman við aðrar mæður heldur bara konur almennt. „Útlitsviðmið og fyrirmyndir virðast nefnilega því miður lítið breytast þrátt fyrir að kona hefur gengið með barn eða börn. Yngri mæður finna meira fyrir þessu en eldri, mögulega þar sem þær hafa færri konur í kringum sig sem hafa gengið með börn og eru mögulega bara nýfarnar að venjast fullþroskuðum líkama sínum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýbakaðar mæður fái raunsæja mynd af líkömum kvenna eftir fæðingu. Það er svo mikilvægt að normalísera slit, slappa húð, slöpp brjóst, mjúkan maga, appelsínuhúð.“ Hún segir að samfélagsmiðlar og áhrifavaldar geti sýnt raunveruleikann í þessu samhengi, alla flóruna. „Alls ekki tala neikvætt um líkama kvenna sem grennast hratt, hver sem ástæðan er, ekki tala neikvætt um það til að reyna að upphefja breiðari líkama. Bara sýna öllum líkömum virðingu. Sýna hvernig raunveruleikinn er. Fókusa á hvað líkaminn getur í stað þess hvernig hann lítur út. Þjálfa þakklæti í garð líkamans og fyrir margar konur virkar best að gera líkamann og útlitið að hlutlausari þætti, minnka vægi útlits í sjálfsmyndinni og sætta sig við að líkaminn er breyttur og það hefur engin áhrif á virði þitt sem manneskju.“ Samkenndin mikilvæg Elva segir að það sé mikilvægt fyrir verðandi og nýbakaðar mæður að sýna sjálfri sér samkennd ef þær vilja vera jákvæðar eða jákvæðari gagnvart eigin líkama. „Hvað myndir þú segja við vinkonu þína sem er ný búin að ganga með barn? Myndir þú setja sömu pressu á hana? Líkaminn var að ganga í gegnum eitt mesta breytingaskeið fullorðinsáranna og því gríðarlega mikilvægt að sýna líkamanum umburðarlyndi. Ég hvet konur líka til að færa fókusinn frá útlitinu. Huga frekar að því sem líkaminn gat og hvað hann er að gera. Hann gat gengið með barn, fætt barn, mjaðmirnar þínar stækkuðu svo barnið þitt kæmist fyrir og svo þú gætir að lokum fætt barnið þitt. Brjóstin stækkuðu og slitnuðu svo þú gæti gefið barni þínu næringu. Það teygðist úr húð þinni svo maginn þinn gæti stækkað og búið til gott heimili fyrir barnið þitt í níu mánuði.“ Sólrún tekur undir þetta og hvetur konur eindregið til þess að finna Elvu á Instagram undir notendanafninu @elvaagustsdottir en þar sýnir hún meðal annars margar leiðir til að bæta líkamsmyndina. „Það er margt sem við getum gert. Að hugsa vel um líkama okkar, næra hann vel, hreyfa okkur eins og við höfum tíma og orku til, reyna að horfa á hann án þess að dæma og leyfa okkur að njóta ánægju eins og líkaminn er núna , hvort sem það er með því að kaupa okkur falleg föt sem passa, fá snertingu frá maka, fara í sund þegar það má aftur og svo framvegis,“ segir Sólrún. „Það skiptir svo miklu máli að við sýnum sjálfum okkur samkennd og mildi í stað þess að vera með svipuna á okkur sjálfum - þetta getur verið drulluerfitt og oft líður okkur ekki nógu vel en við erum ekki einar, svona líður mjög mörgum konum í þessari stöðu. Við þurfum ekkert endilega að elska líkama okkar en við þurfum að sætta okkur við að svona er líkami okkar núna og kannski er útlit okkar ekki það eina sem skiptir máli og ekki það eina sem gerir okkur einhvers virði.“ Sólrún segir að hún hafi fengið einhverja óskiljanlega aukaorku fyrst um sinn eftir fæðinguna.Mynd úr einkasafni Vel meintar athugasemdir særa líka Elva bendir á að líkami mæðra þurfi að venjast því að sofa minna eftir fæðinguna og vera ávallt viðbúinn því að þurfa að sinna þörfum annarrar manneskju. „Svefnleysið og orkuleysið kallar á mat og orku. Þetta er því alls ekki rétti tíminn til að eyða orku og athygli í að hugsa um kílóatölu á vigt eða hreyfa sig úr hófi.“ Þær segja að það þurfi almennt að minnka umræðuna um stærð, þyngd og slíkt. Það á líka við umræðu um líkama kvenna á meðgöngu. „Í raun erum við kannski að standa okkur ágætlega þegar kemur að líkama kvenna á meðgöngunni sjálfri. Við höfum náð langt frá því í gamla daga þar sem komur þurftu jafnvel að fela óléttubumbuna, í dag fögnum við henni oftast. En það er mikilvægt að vera ekki að viðra skoðanir sínar á stærð bumbunnar við mann og annan .Við vitum aldrei hvaða áhrif það getur haft á óléttu konuna, segir Elva.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er yfirleitt vel meint, margir eru áhugasamir um meðgöngur og enda í raun magnað fyrirbæri. Ég þekki það sjálf að langa til að klappa óléttubumbum á vinkonum mínum. En flestum þykir óvelkomin snerting óþægileg og maginn er svæði sem er almennt ekki snert af öðrum, nema einmitt á meðgöngu. Ef þú getur ekki hamið þig og að því gefnu að þetta sé einhver sem þú þekkir ágætlega þá er sjálfsögð kurteisi að spyrja um leyfi og það er sjálfsagt líka að segja nei. Varðandi athugasemdir þá er gott að hafa í huga að meðganga getur verið mjög erfiður og viðkvæmur tími og það sem getur verið meint sem hrós eins og „vá hvað þú ert blómleg“ eða „mikið ertu með netta kúlu“ getur jafnvel verið mjög særandi. Almennar reglur um virðingu og persónuleg mörk eiga alveg eins við á meðgöngu og á öðrum tíma en förum varlega í óumbeðnar athugasemdir og ráð og munum að líkamar annarra koma engum öðrum við,“ segir Sólrún. Varðandi umræðuna um líkama eftir meðgöngu og fæðingu, þá segja þær að þetta sé að breytast í rétta átt. Sólrún segir mikilvægt að átta sig á því að allir líkamar eru góðir líkamar. „Að líkamar okkar taka yfirleitt stöðugum breytingum á lífsleiðinni og margir líkamar breytast varanlega eftir meðgöngu og fæðingu. Að hver líkami og hver meðganga er einstök og við getum ekki borið okkur saman við aðrar. Að við höfum miklu minni stjórn á líkamslögun en við höldum, þetta snýst ekki um að við séum ekki nógu duglegar eða agaðar eða góðar.“ Elva tekur undir þetta. „Ég held við séum á réttri leið með góðum fyrirmyndum sem sýna hver raunveruleikinn er. Auka umræðuna. Fræða nýbakaðar mæður um hve eðlilegt það sé að líkaminn sé breyttur! Hættum að upphefja líkama sem komust fljótt í fyrra form. Einblínum frekar á hve sterkur líkami nýbakaðra móður er.“ Heilbrigðisstarfsfólk í lykilstöðu Þær segja mikilvægt að fræðsla um líkamsmynd verði hluti af mæðravernd eða ungbarnavernd hér á landi. „Ég er sjálf sálfræðingur og vinn í heilsugæslunni með konum á meðgöngu og eftir fæðingu. Í mæðra- og ungbarnavernd hefur verið lögð mikil áhersla á andlega vanlíðan á síðustu árum og að finna og veita konum þjónustu sem finna fyrir þunglyndi og kvíða til dæmis. Það er í boði námskeið innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir konur sem glíma við andlega vanlíðan sem ég kom að því að þróa og þar er meðal annars fjallað aðeins fjallað um líkamsmynd. Slæm líkamsmynd virðist vera einn áhrifaþáttur í þróun þunglyndis og kvíða og því til mikils að vinna að bæta hana. Við erum í raun að átta okkur á hvað þetta virðist eiga við um margar konur, niðurstöður könnunarinnar benda til að líkamsmyndin er almennt slakari hjá konum eftir barnsburð en við áttum von á. Þetta er eitthvað sem mig langar að ræða við samstarfsfólk mitt í heilsugæslunni og kynna fyrir þeim þegar ég kem úr fæðingarorlofi,“ segir Sólrún. „Fólk sem starfar í mæðravernd og ungbarnavernd í lykilstöðu til að taka eftir þessu hjá konunum og grípa inn í með fræðslu eða ráðgjöf. Einnig mjög mikilvægt fyrir starfsfólk að vera vel upplýst um áhrif þess að setja útlits eða þyngdarpressu á konur. Held nú reyndar að flestir séu vel meðvitaðir um það og er það mín tilfinning að þyngdarpressan og viðmið séu minna mikilvæg núna í meðgöngueftirlitinu en áður,“ bætir Elva við. Mörgum líður eins Könnun Sólrúnar og Elvu styðst við spurningar úr lista sem nefnist Body Shape Questionnaire og var þýddur árið 2001 af Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Þær óska nú eftir svörum frá konum sem eignast hafa börn nýlega, annað hvort árið 2019 eða 2020. Einnig biðja þær um reynslusögur og er hægt að setja þær neðst í spurningalistann. „Við viljum kanna hver staðan er hér á landi. Hvað einkennir reynslu íslenskra kvenna svo hægt sé að taka tillit til þeirra í fræðslu og ráðgjöf í kjölfarið,“ segir Elva. Sólrún segir að þetta sé mikilvægt til þess að fá betri yfirsýn og innsýn inn í reynsluheim íslenskra kvenna. „Okkur langar að skoða hvort það séu einhver ákveðin þemu í gangi. Síðan langar okkur að kynna niðurstöðurnar fyrir þeim sem eru að vinna með þessum hópum. Eitt áhrifaríkasta verkfærið í þeirri vegferð að bæta líkamsmynd er að vita að maður sé ekki einn og að öðrum líði eins. Að þetta sé hluti af mannlegri reynslu.“ Sögurnar sem berast í gegnum könnunina verða notaðar í fræðslu og víðar, en ef konur óska eftir því í textanum að sagan verði aldrei birt þá er það virt. „Þá skrifa þær „ekki birta” og að sjálfsögðu verðum við við því og margar hafa gert það. En að sjálfsögðu er þetta nafnlaust. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir góð viðbrögð. Þetta er stutt en það er í boði að senda lengri reynslusögu og mér sýnist um helmingur hafa gert það, við erum búnar að frá ótrúlega mikið af áhugaverðum sögum en viljum endilega fá fleiri,“ segir Sólrún að lokum.
Helgarviðtal Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira