Hefði getað gefið Maradona rautt spjald fyrir úrslitaleikinn á HM á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 16:00 Diego Maradona lætur Edgardo Codesal dómara heyra það í úrslitaleik HM 1990. Getty/Mark Leech Úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á Ítalíu fyrir þrjátíu árum er að mörgum talinn vera lélegasti og grófasti úrslitaleikur sögunnar. Framkoma Maradona og argentínska landsliðið er meðal annars um að kenna. Framkoma fyrirliða argentínska landsliðsins frá því fyrir úrslitaleikinn var líka til algjörar skammar ef marka má nýtt viðtal við dómara leiksins. Diego Maradona átti stórkostlegt heimsmeistaramót í Mexíkó fjórum árum fyrr og vann þá titilinn nánast óstuddur. Nú fjórum árum síðar hafðu argentínska landsliðið komist alla leið í úrslitaleikinn nánast á lukkunni einni saman. Argentína vann heimamenn í ítalska landsliðinu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum og hafði einnig komist í gegnum átta liða úrslitin þökk sé vítakeppni. Þjóðverjar höfðu slegið út Evrópumeistara Hollendinga og sterkt enskt lið á leið sinni í úrslitaleikinn. Diego Maradona's EXTRAORDINARY behaviour during 1990 World Cup final revealed by beleaguered referee https://t.co/kipbpzP2kQ— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2020 Mörgum að óvörum þá fékk Mexíkómaðurinn Edgardo Codesal að dæma úrslitaleikinn en hann var fæddur í Úrúgvæ og þá var afi hans Argentínumaður. Þetta var erfitt kvöld fyrir Edgardo Codesal sem rak tvo Argentínumenn út af með rautt spjald og Þjóðverjar tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vafasamri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Edgardo Codesal endaði á að gefa Maradona gula spjaldið eftir að Andreas Brehme hafði skorað úr vítaspyrnunni og Argentínumenn voru orðnir níu á vellinum. Rauða spjaldið hefði getað farið á loft löngu áður. Codesal hefur nú rifjað upp þessa kvöldstund í Róm og sagt frá samskiptum sínum við einn pirraðann Diego Maradona. „Ég hefði getað rekið hann af velli áður en leikurinn hófst því hann blótaði stanslaust í þjóðsöngvunum,“ sagði Edgardo Codesal í viðtali við úrúgvæska miðilinn Tirando Paredes. „Seinna í leiknum þegar ég rak Monzon af velli með rautt spjald þá kom Maradona til mín, kallaði mig þjóf og sagði að ég væri á launum hjá FIFA,“ sagði Edgardo Codesal. „Ég sá Maradona gera ótrúlega hluti á vellinum en ég sá líka að hnéið hans var stokkbólgið eftir tæklingu,“ sagði Codesal. "Lo pude haber echado antes del comienzo del partido" "Maradona es una de las peores personas que he conocido en mi vida"Edgardo Codesal rompe el silencio sobre la final del Mundial de 1990https://t.co/wt9z1BefVk— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 25, 2020 „Sem leikmaður þá var hann sá besti en sem persóna þá var hann ógeðfelldur og ein sú versta sem ég hef kynnst í mínu lífi,“ sagði Edgardo Codesal. Maradona hélt því fram í viðtölum eftir leikinn að Codesal dómari hafi ekki viljað að Argentína myndi vinna leikinn. „Okkar leikmenn hlupu mikið en svo kom þessi maður og eyðilagði allt fyrir okkur,“ sagði Diego Maradona eftir leikinn. Hann hélt áfram. „Þessi maður var hræddur um að leikurinn færi í vítakeppni. Hann vildi gleðja ítalska fólkið. Hann rak Monzon af velli fyrir venjulega tæklingu og skáldaði síðan vítaspyrnu á okkur.“ "Para mí, Maradona es despreciable". Edgardo Codesal reafirma su opinión sobre Diego Maradona. https://t.co/yJMxTQWPXP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 26, 2020 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira
Úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á Ítalíu fyrir þrjátíu árum er að mörgum talinn vera lélegasti og grófasti úrslitaleikur sögunnar. Framkoma Maradona og argentínska landsliðið er meðal annars um að kenna. Framkoma fyrirliða argentínska landsliðsins frá því fyrir úrslitaleikinn var líka til algjörar skammar ef marka má nýtt viðtal við dómara leiksins. Diego Maradona átti stórkostlegt heimsmeistaramót í Mexíkó fjórum árum fyrr og vann þá titilinn nánast óstuddur. Nú fjórum árum síðar hafðu argentínska landsliðið komist alla leið í úrslitaleikinn nánast á lukkunni einni saman. Argentína vann heimamenn í ítalska landsliðinu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum og hafði einnig komist í gegnum átta liða úrslitin þökk sé vítakeppni. Þjóðverjar höfðu slegið út Evrópumeistara Hollendinga og sterkt enskt lið á leið sinni í úrslitaleikinn. Diego Maradona's EXTRAORDINARY behaviour during 1990 World Cup final revealed by beleaguered referee https://t.co/kipbpzP2kQ— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2020 Mörgum að óvörum þá fékk Mexíkómaðurinn Edgardo Codesal að dæma úrslitaleikinn en hann var fæddur í Úrúgvæ og þá var afi hans Argentínumaður. Þetta var erfitt kvöld fyrir Edgardo Codesal sem rak tvo Argentínumenn út af með rautt spjald og Þjóðverjar tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vafasamri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Edgardo Codesal endaði á að gefa Maradona gula spjaldið eftir að Andreas Brehme hafði skorað úr vítaspyrnunni og Argentínumenn voru orðnir níu á vellinum. Rauða spjaldið hefði getað farið á loft löngu áður. Codesal hefur nú rifjað upp þessa kvöldstund í Róm og sagt frá samskiptum sínum við einn pirraðann Diego Maradona. „Ég hefði getað rekið hann af velli áður en leikurinn hófst því hann blótaði stanslaust í þjóðsöngvunum,“ sagði Edgardo Codesal í viðtali við úrúgvæska miðilinn Tirando Paredes. „Seinna í leiknum þegar ég rak Monzon af velli með rautt spjald þá kom Maradona til mín, kallaði mig þjóf og sagði að ég væri á launum hjá FIFA,“ sagði Edgardo Codesal. „Ég sá Maradona gera ótrúlega hluti á vellinum en ég sá líka að hnéið hans var stokkbólgið eftir tæklingu,“ sagði Codesal. "Lo pude haber echado antes del comienzo del partido" "Maradona es una de las peores personas que he conocido en mi vida"Edgardo Codesal rompe el silencio sobre la final del Mundial de 1990https://t.co/wt9z1BefVk— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 25, 2020 „Sem leikmaður þá var hann sá besti en sem persóna þá var hann ógeðfelldur og ein sú versta sem ég hef kynnst í mínu lífi,“ sagði Edgardo Codesal. Maradona hélt því fram í viðtölum eftir leikinn að Codesal dómari hafi ekki viljað að Argentína myndi vinna leikinn. „Okkar leikmenn hlupu mikið en svo kom þessi maður og eyðilagði allt fyrir okkur,“ sagði Diego Maradona eftir leikinn. Hann hélt áfram. „Þessi maður var hræddur um að leikurinn færi í vítakeppni. Hann vildi gleðja ítalska fólkið. Hann rak Monzon af velli fyrir venjulega tæklingu og skáldaði síðan vítaspyrnu á okkur.“ "Para mí, Maradona es despreciable". Edgardo Codesal reafirma su opinión sobre Diego Maradona. https://t.co/yJMxTQWPXP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) April 26, 2020
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira