Magnús Þór og Ása senda frá sér lagið Island in Thailand Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Tónlistarfólkið Magnús Þór og Ása Elínardóttir. Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Tónlist Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Tónlist Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira