Ástandið fer versnandi í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:19 Sjúkrahús eru að kikna undan álagi og útfarastofur sömuleiðis. AP/Silvia Izquierdo Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira