Lán í óláni að dóttirin veiktist í verndarsóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2020 20:00 Heiðar Þór Jónsson hefur verið í verndarsóttkví ásamt fjölskyldu sinni frá 11. mars þar sem önnur dóttir hans er langveik og í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira