Varar við því að nota mjög gamla barnavagna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:48 Charlotte, miðjubarn hertogahjónanna af Cambridge, sést hér í gömlum Silver Cross-vagni þegar hún var skírð árið 2015. Slíkir vagnar njóta enn vinsælda hér á landi, ekki hvað síst til að nota fyrir útisvefn. . Getty/Chris Jackson Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira