Juventus stjarnan jákvæð í fjórða sinn á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:00 Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna saman einu af mörkum á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo passar sig örugglega á því að koma ekki nálægt Dybala á næstunni. Getty/Valerio Pennicino Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira