Sakleysinu tapað: Í áfalli eftir endurnýjuð kynni við kvikmyndir John Hughes Heiðar Sumarliðason skrifar 30. apríl 2020 14:49 The Breakfast Club og Sixteen Candles hafa elst hratt og illa undanfarin misseri. Jólin 1993 fékk ég VHS-eintak af Ferris Bueller´s Day Off í jólagjöf. Spólan fékk að renna það oft í gegnum tækið að ég kann sennilega 50% hennar utanbókar. Þessi mynd John Hughes er því klárlega ein af mínum uppáhalds kvikmyndum allra tíma. Hinar myndirnar hans hef ég allar séð og líkaði vel, þó ansi langt sé liðið frá síðasta áhorfi. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar þegar ég hjó eftir að Netflix hafði sett þrjár af hans helstu myndum inn á síðuna sína. Þetta eru Sixteen Candles, The Breakfast Club og Ferris Bueller´s Day Off. Ég ákvað að taka þær fyrir í útvarpsþætti mínum Stjörnubíói, og ætlaði mér að eiga notalega nostalgíustund með einhverjum gesti. Það fór hinsvegar ekki eins og ég hélt, því upplifun mín á myndunum var allt önnur en fyrir þremur áratugum. Sixteen Candles John Hughes, ásamt stjörnum Sixteen Candles. Ég ákvað að taka þær í réttri tímaröð og hóf áhorfið á Sixteen Candles. Ég mundi svo sem ekki mikið eftir henni, og skýt á að ég hafi séð hana síðast fyrir tæplega þrjátíu árum. Mér leið því nokkurn veginn eins og ég væri að sjá hana í fyrsta skiptið, sem ég sá sem jákvæðan punkt. Hún byrjaði eins og mig minnti að hefðbundin John Huges-mynd hæfist: Unglingar í sjálfsmyndarkrísu, kjaftfor systkini og foreldrar í lífsgæðakapphlaupinu. Það fóru þó fljótlega að renna á mig tvær grímur þar sem hún inniheldur efni sem í dag gæti ekki talist annað en rasískt, hómófóbískt og stæk kvenfyrirlitning. Ef einhvern tímann væri hægt að saka kvikmynd um að vera halla undir normaliseringu nauðgunarmenningar, þá er það Sixteen Candles. Allt innihald myndarinnar er sett fram án snefils af meðvitund um hversu eitruð skilaboðin eru. Ég var hreinlega í áfalli eftir áhorfið. Ég gúgglaði því myndina í kjölfarið og jú, ég var alls ekki einn um að vera í losti eftir upprifjunina. Aðalleikonan, Molly Ringwald, var miður sín eftir að hafa rifjað hana upp. Youtube-rásin The List tók einnig saman nokkur atriði í myndinni sem hafa elst mjög illa. The Breakfast Club Morgunverðarklúbburinn. The Breakfast Club er frekar sakleysisleg í samanburði, en þó alls ekki laus við hómófóbíu og hversdagslegt kynferðislegt áreiti. Það merkilegasta við þetta allt saman er að Hughes er virkilega að reyna að gera kvikmynd sem er þroskaðari og meðvitaðri en Sixteen Candles. Honum mistekst það samt. Sagan gengur út á að fólk eigi að geta verið það sjálft, en umbreyting kvenpersónanna í lok myndar er það smekklaus að ég trúi því vart að fólk hafi gengið út úr kvikmyndahúsum árið 1985 og fundist heil brú í framvindunni. Ferris Bueller´s Day Off Jú, hann sýnir allavega mörg einkenni þess. Eins og fyrr sagði er Ferris Bueller´s Day Off ein af mínum uppáhalds kvikmyndum. Það var eiginlega smá beygur í mér þegar ég byrjaði að horfa á hana eftir það sem á undan gekk með Candles og Club. Það sem kom mér mest á óvart varðandi Bueller var hvernig afstaða mín til persónu hans hefur breyst frá því ég sá myndina síðast. Núna gat ég ekki hugsað um annað en að hann hlyti að vera siðblindur lygasjúklingur. Hann gerir nákvæmlega það sem honum hentar, þegar honum hentar og í þokkabót beitir hann besta vin sinn líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann túlkar heiminn sjálfum sér í hag og lætur líta út líkt og hann sé að gera Sloane og Cameron greiða. Þar sem ég er orðinn fertugur, og á barn sem fer að byrja í grunnskóla, er ég hættur að upplifa Ferris Bueller sem fyrirmynd og er þess í stað farinn að hugsa: Vá, hvað ég vona að dóttir mín eignist ekki vini eins og Ferris Bueller. Hetja ungdóms míns er nú í mínum augum orðinn slæmur félagsskapur og þegar skólastjórinn Rooney sagði: „He gives good kids bad ideas,“ var ég hreinlega sammála honum. Ekki nóg með það, heldur var ég farinn að halda með systur hans, sem í mínum ungdómi var án alls vafa helsta illmenni myndarinnar. Ég er að sjálfsögðu ekki fyrstur til að átta mig á að eitthvað er verulega bogið við persónu Ferris Buellers. Í þessu myndbandi frá Youtube-síðunni Cracked kemur m.a. fram að úr lokaútgáfu myndarinnar var klippt sena þar sem Ferris rænir föður sinn til að fjármagna útstáelsið. Í þeirri senu notar Ferris reyndar frasann „The guy gave it up faster than a drunk Catholic girl.“ Ég þakka bara fyrir að hún var klippt út. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þessar myndir eru börn síns tíma, og ég er alls ekki að segja að þær séu alslæmar. T.d. skrifar Tagh Dolan hér grein um hvernig myndir John Hughes má sjá sem valeflandi fyrir samkynhneigða unglinga, en því verður ekki neitað að kvikmyndir og sjónvarpsefni sem beint er að unglingum hefur áhrif. Á sínum tíma virðist ekki nokkur maður hafa gert athugasemd við það sem allir í dag sjá sem absúrd rasisma og kvenfyrirlitningu í Sixteen Candles. Því er ekki nema furða að t.d. #metoo-byltingin hafi þurft að eiga sér stað. Sú staðreynd að við erum fleiri farin að bera kennsl á þá veiku birtingarmynd samskipta og hegðunar sem birtist í þessum myndum, gerir mig töluvert bjartsýnni fyrir hönd komandi kynslóða. Það er í raun ótrúlega sorglegt hve illa þessar myndir, sem við álitum demanta, hafa elst. Þetta gerir mig hreinlega hræddan við að skemma fleiri af mínum eftirlætis myndum með því að horfa á þær aftur. Ég hef því tekið ákvörðun um að leyfa þeim bara að lifa í minningunni. Myndirnar þrjár eru allar enn inni á Netflix og dæmi nú bara hver fyrir sig (ef þið hreinlega þorið að horfa). Hægt er að hlusta á samtal mitt við Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur, í útvarpsþættinum Stjörnubíói, hér fyrir neðan. Þar skoðuðum við myndir John Hughes nánar og reyndum að setja í samhengi. Stjörnubíó Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Jólin 1993 fékk ég VHS-eintak af Ferris Bueller´s Day Off í jólagjöf. Spólan fékk að renna það oft í gegnum tækið að ég kann sennilega 50% hennar utanbókar. Þessi mynd John Hughes er því klárlega ein af mínum uppáhalds kvikmyndum allra tíma. Hinar myndirnar hans hef ég allar séð og líkaði vel, þó ansi langt sé liðið frá síðasta áhorfi. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar þegar ég hjó eftir að Netflix hafði sett þrjár af hans helstu myndum inn á síðuna sína. Þetta eru Sixteen Candles, The Breakfast Club og Ferris Bueller´s Day Off. Ég ákvað að taka þær fyrir í útvarpsþætti mínum Stjörnubíói, og ætlaði mér að eiga notalega nostalgíustund með einhverjum gesti. Það fór hinsvegar ekki eins og ég hélt, því upplifun mín á myndunum var allt önnur en fyrir þremur áratugum. Sixteen Candles John Hughes, ásamt stjörnum Sixteen Candles. Ég ákvað að taka þær í réttri tímaröð og hóf áhorfið á Sixteen Candles. Ég mundi svo sem ekki mikið eftir henni, og skýt á að ég hafi séð hana síðast fyrir tæplega þrjátíu árum. Mér leið því nokkurn veginn eins og ég væri að sjá hana í fyrsta skiptið, sem ég sá sem jákvæðan punkt. Hún byrjaði eins og mig minnti að hefðbundin John Huges-mynd hæfist: Unglingar í sjálfsmyndarkrísu, kjaftfor systkini og foreldrar í lífsgæðakapphlaupinu. Það fóru þó fljótlega að renna á mig tvær grímur þar sem hún inniheldur efni sem í dag gæti ekki talist annað en rasískt, hómófóbískt og stæk kvenfyrirlitning. Ef einhvern tímann væri hægt að saka kvikmynd um að vera halla undir normaliseringu nauðgunarmenningar, þá er það Sixteen Candles. Allt innihald myndarinnar er sett fram án snefils af meðvitund um hversu eitruð skilaboðin eru. Ég var hreinlega í áfalli eftir áhorfið. Ég gúgglaði því myndina í kjölfarið og jú, ég var alls ekki einn um að vera í losti eftir upprifjunina. Aðalleikonan, Molly Ringwald, var miður sín eftir að hafa rifjað hana upp. Youtube-rásin The List tók einnig saman nokkur atriði í myndinni sem hafa elst mjög illa. The Breakfast Club Morgunverðarklúbburinn. The Breakfast Club er frekar sakleysisleg í samanburði, en þó alls ekki laus við hómófóbíu og hversdagslegt kynferðislegt áreiti. Það merkilegasta við þetta allt saman er að Hughes er virkilega að reyna að gera kvikmynd sem er þroskaðari og meðvitaðri en Sixteen Candles. Honum mistekst það samt. Sagan gengur út á að fólk eigi að geta verið það sjálft, en umbreyting kvenpersónanna í lok myndar er það smekklaus að ég trúi því vart að fólk hafi gengið út úr kvikmyndahúsum árið 1985 og fundist heil brú í framvindunni. Ferris Bueller´s Day Off Jú, hann sýnir allavega mörg einkenni þess. Eins og fyrr sagði er Ferris Bueller´s Day Off ein af mínum uppáhalds kvikmyndum. Það var eiginlega smá beygur í mér þegar ég byrjaði að horfa á hana eftir það sem á undan gekk með Candles og Club. Það sem kom mér mest á óvart varðandi Bueller var hvernig afstaða mín til persónu hans hefur breyst frá því ég sá myndina síðast. Núna gat ég ekki hugsað um annað en að hann hlyti að vera siðblindur lygasjúklingur. Hann gerir nákvæmlega það sem honum hentar, þegar honum hentar og í þokkabót beitir hann besta vin sinn líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann túlkar heiminn sjálfum sér í hag og lætur líta út líkt og hann sé að gera Sloane og Cameron greiða. Þar sem ég er orðinn fertugur, og á barn sem fer að byrja í grunnskóla, er ég hættur að upplifa Ferris Bueller sem fyrirmynd og er þess í stað farinn að hugsa: Vá, hvað ég vona að dóttir mín eignist ekki vini eins og Ferris Bueller. Hetja ungdóms míns er nú í mínum augum orðinn slæmur félagsskapur og þegar skólastjórinn Rooney sagði: „He gives good kids bad ideas,“ var ég hreinlega sammála honum. Ekki nóg með það, heldur var ég farinn að halda með systur hans, sem í mínum ungdómi var án alls vafa helsta illmenni myndarinnar. Ég er að sjálfsögðu ekki fyrstur til að átta mig á að eitthvað er verulega bogið við persónu Ferris Buellers. Í þessu myndbandi frá Youtube-síðunni Cracked kemur m.a. fram að úr lokaútgáfu myndarinnar var klippt sena þar sem Ferris rænir föður sinn til að fjármagna útstáelsið. Í þeirri senu notar Ferris reyndar frasann „The guy gave it up faster than a drunk Catholic girl.“ Ég þakka bara fyrir að hún var klippt út. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þessar myndir eru börn síns tíma, og ég er alls ekki að segja að þær séu alslæmar. T.d. skrifar Tagh Dolan hér grein um hvernig myndir John Hughes má sjá sem valeflandi fyrir samkynhneigða unglinga, en því verður ekki neitað að kvikmyndir og sjónvarpsefni sem beint er að unglingum hefur áhrif. Á sínum tíma virðist ekki nokkur maður hafa gert athugasemd við það sem allir í dag sjá sem absúrd rasisma og kvenfyrirlitningu í Sixteen Candles. Því er ekki nema furða að t.d. #metoo-byltingin hafi þurft að eiga sér stað. Sú staðreynd að við erum fleiri farin að bera kennsl á þá veiku birtingarmynd samskipta og hegðunar sem birtist í þessum myndum, gerir mig töluvert bjartsýnni fyrir hönd komandi kynslóða. Það er í raun ótrúlega sorglegt hve illa þessar myndir, sem við álitum demanta, hafa elst. Þetta gerir mig hreinlega hræddan við að skemma fleiri af mínum eftirlætis myndum með því að horfa á þær aftur. Ég hef því tekið ákvörðun um að leyfa þeim bara að lifa í minningunni. Myndirnar þrjár eru allar enn inni á Netflix og dæmi nú bara hver fyrir sig (ef þið hreinlega þorið að horfa). Hægt er að hlusta á samtal mitt við Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur, í útvarpsþættinum Stjörnubíói, hér fyrir neðan. Þar skoðuðum við myndir John Hughes nánar og reyndum að setja í samhengi.
Stjörnubíó Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira