Enski boltinn

Fá að standa á heimaleikjum Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
Old Trafford tekur við tæplega 75.000 áhorfendum.
Old Trafford tekur við tæplega 75.000 áhorfendum. VÍSIR/GETTY

Manchester United hefur fengið leyfi fyrir því að hafa svæði á Old Trafford þar sem 1.500 stuðningsmenn geta staðið á leikjum liðsins í stað þess að sitja.

Eftir Hillsborough-slysið árið 1989, þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool létust, hefur verið bannað að standa á leikjum í efstu tveimur deildum Englands. Barist hefur verið fyrir breytingum á þessum reglum og árið 2018 opnuðu yfirvöld á þann möguleika að staðið væri á leikjum, með því að leyfa stæði þar sem hægt væri að sitja eða standa við öryggisslá.

United-menn ætla að hafa hin nýju 1.500 stæði í norðausturhluta Old Trafford frá og með næstu leiktíð. Gangi allt að óskum með nýju stæðin stendur til að setja upp sams konar svæði annars staðar á leikvanginum. Old Trafford tekur við tæplega 75.000 áhorfendum og er sá stærsti sem félagslið á Englandi notar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×