Geðrænar afleiðingar vegna Covid-19 koma fram síðar Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2020 10:50 Hafrún segir að geðheilbrigðisbatteríið hafi verið í viðbragðsstöðu í hruninu árið 2008 að taka við fjölda fólks en engin eftirspurn var sem kom alveg flatt upp á hana og aðra sem þar störfuðu. Afleiðingarnar komu í ljós miklu síðar. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira