Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 12:30 Anna María Sveinsdóttir með bikarana á síðum Morgunblaðsins 3.apríl eftir sigur Keflavíkur á Íslandsmóti kvenna kvöldið áður. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7) Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira