Innlent

Svona var 60. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grunn- og leikskólar taka til starfa með eðlilegum hætti þann 4. maí samvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn og stýrir fundinum í dag.
Grunn- og leikskólar taka til starfa með eðlilegum hætti þann 4. maí samvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn og stýrir fundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. Fundurinn er sá sextugasti í röðinni og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi auk þess sem textalýsing verður hér að neðan.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fer yfir það sem er efst á baugi með tilliti til COVID-19 hér á landi. 

Gestir fundarins verða Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sveitarfélaginu Árborg. Fjölskyldusvið hefur m.a. umsjón með skólaþjónustu sveitarfélagsins.

Þau munu ræða um hvaða áhrif aflétting takmarkana, frá og með mánudeginum 4. maí nk., mun hafa á skólastarf.

Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×