ÍSÍ úthlutar 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar - Brugðist við vegna móta sem falla niður Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ undirrita samning um að ÍSÍ sjái um úthlutun 450 milljóna króna frá ríkinu. MYND/ÍSÍ Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar. Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira
Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar.
Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira
Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44
Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03
Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44