Strætó veitt undanþága frá tveggja metra reglunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 19:16 Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með mánudeginum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“ Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira