Alþjóðasamstarf ekki þungamiðja viðbragða við faraldrinum: „Virðist vera þannig að hver þjóð þarf að sjá um sig sjálfa“ Andri Eysteinsson skrifar 1. maí 2020 16:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd/Lögreglan „Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira