„Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 22:00 Gummi og Óli fóru yfir víðan völl í gær. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. Ólafur gerði upp tímabilið 2010 hjá Gumma Ben í Sportinu í kvöld en þá stýrði hann Blikurs til sigurs í fyrsta og eina skiptið í karlaflokki í fótbolta. Fyrsta tap Blika 2010 kom einmitt gegn Þorvaldi og hans mönnum í Fram og Ólafur segir að Þorvaldur sé afar lunkinn þjálfari. „Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og hvernig hann vill spila. Hann er góður í leiknum að bregðast við innan leiksins. Hann les leikinn mjög vel og stundum fannst manni manni auðvelt að ná yfirhöndinni en í þessum mörgu leikjum gegn honum þá var hann mjög erfiður. Refur,“ sagði Ólafur. Hann segir Þorvaldur ekkert lamb að leika við á leikdag. „Svo var undiralda í þessu. Við erum góðir félagar en hann hefur það að þegar að það kemur að leikdegi þá er þetta eins og óvinur þinn. Hann talar ekki við þig, hundshaus og kemst undir húðina á mönnum. Maður þarf að læra það að láta það ekki fara í sig.“ „Ég man eftir bikarúrslitaleikinn að hann tók ekki í höndina á mér. Það var fyrir mér gleymt og grafið um leið. Ég skil það alveg en það var rebbaskapur í honum. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir honum bæði sem manneskju og þjálfara,“ sagði Óli. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Þorvald Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. Ólafur gerði upp tímabilið 2010 hjá Gumma Ben í Sportinu í kvöld en þá stýrði hann Blikurs til sigurs í fyrsta og eina skiptið í karlaflokki í fótbolta. Fyrsta tap Blika 2010 kom einmitt gegn Þorvaldi og hans mönnum í Fram og Ólafur segir að Þorvaldur sé afar lunkinn þjálfari. „Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og hvernig hann vill spila. Hann er góður í leiknum að bregðast við innan leiksins. Hann les leikinn mjög vel og stundum fannst manni manni auðvelt að ná yfirhöndinni en í þessum mörgu leikjum gegn honum þá var hann mjög erfiður. Refur,“ sagði Ólafur. Hann segir Þorvaldur ekkert lamb að leika við á leikdag. „Svo var undiralda í þessu. Við erum góðir félagar en hann hefur það að þegar að það kemur að leikdegi þá er þetta eins og óvinur þinn. Hann talar ekki við þig, hundshaus og kemst undir húðina á mönnum. Maður þarf að læra það að láta það ekki fara í sig.“ „Ég man eftir bikarúrslitaleikinn að hann tók ekki í höndina á mér. Það var fyrir mér gleymt og grafið um leið. Ég skil það alveg en það var rebbaskapur í honum. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir honum bæði sem manneskju og þjálfara,“ sagði Óli. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Þorvald Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira