Innlent

Icelandair og staða efnahagsmála í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Erfið staða blasir við Icelandair en fyrirtækið þurfti að segja upp rúmlega tvö þúsund starfsmönnum um mánaðamótin í stærstu hópuppsögn lýðveldissögunnar. 

Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma fyrirtækinu til aðstoðar ef sett markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs ganga eftir. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair verður gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þau ræða meðal annars fyrirhugað hlutafjárútboð, hugsanlega aðkomu ríkisins að rekstri félagsins, stöðu Boeing Max-vélanna og yfirstandandi kjaraviðræður við flugstéttir.

Þá verður Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, gestur þáttarins en framan af var vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn hefði aðeins tímabundin áhrif á efnahagslífið. Nú þykir ljóst að nokkuð djúp og jafnvel langvarandi kreppa blasi við. Ásdís ræðir stöðu efnahagsmála í landinu, rýnir í þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað og spáir í spilin um framhaldið.

Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×