Fótbolti

„Eitthvað ótrúlegasta mark sem ég hef orðið vitni af sem þjálfari“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markið skrautlega.
Markið skrautlega. vísir/s2s

Ólafur Kristjánsson segir að markið sem Guðmundur Pétursson skoraði fyrir Breiðablik gegn KR í Pepsi-deildinni árið 2010 sé eitt það ótrúlegasta sem hann hefur séð á ferlinum.

Þetta ár varð Breiðablik Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta og eina skipti en Ólafur gerði upp tímabilið í Sportinu í kvöld með Gumma Ben.

Breiðablik hafði verið á fínu skriði er kom að leiknum gegn KR, sem þá var ansi brothætt vegna slæms gengis, en sigurmarkið skoraði Guðmundur með hálfgerði tæklingu er stundarfjórðungur var eftir.

„Þetta er eitthvað ótrúlegasta mark sem ég hef orðið vitni af sem þjálfari. Að vinna þennan leik og vinna hann á þessu marki var náttúrlega gjörsamlega sturlað,“ sagði Ólafur um markið fræga.

„Ef ég man rétt þá var þetta leikur þar sem hvort liðið um sig átti sinn hálfleikinn. Ævintýralegt mark hjá Gumma Pjé.“

Innslagið og markið fræga má sjá hér að ofan.

Klippa: Sportið í kvöld - Sigurmark Guðmundar gegn KR

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×