Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Ragga Nagli skrifar 4. maí 2020 10:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00