Sagðist geta lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði þegar hann bætti heimsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 07:30 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti