Skák og menning Bragi Þorfinnsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar