Skák og menning Bragi Þorfinnsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun