Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 22:29 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína. Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína.
Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00
Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16