Moyes sótti loks sigur á sinn gamla heimavöll

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hetja West Ham.
Hetja West Ham. vísir/Getty

David Moyes vann loksins sigur á sínum gamla heimavelli, Goodison Park, þegar lærisveinar hans í West Ham unnu dramatískan sigur í bragðdaufum leik í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton.

Leikmenn liðanna virtust hafa vakað langt fram eftir á nýársnótt því leikurinn var afar bragðdaufur og lítið sem ekkert um góða tilburði langstærstan hluta leiksins.

Gylfa var skipt af velli á 65.mínútu fyrir Andre Gomes og á sama tíma kom James Rodriguez inn af bekknum fyrir Bernard. Ekki tókst þeim að glæða sóknarleik Everton nýju lífi.

Þvert á móti voru það gestirnir sem náðu inn sigurmarki á lokamínútunum því hinn tékkneski Tomas Soucek var réttur maður á réttum stað eftir misheppnað skot Aaron Cresswell á 86.mínútu og tókst honum að stýra boltanum í netið.

David Moyes stýrði Everton um langt skeið en þetta var í fyrsta skiptið síðan hann yfirgaf félagið árið 2013 sem honum tekst að vinna leik á Goodison Park.

West Ham í tíunda sæti deildarinnar en Everton áfram í því fjórða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira