Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 19:03 Ýmsar skattabreytingar taka gildi í dag, 1. janúar. Vísir/vilhelm Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Farið er yfir breytingarnar í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í gær. Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Þessi seinni áfangi felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17 prósent í grunnþrepi og 23,5 prósent í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Breytingar milli ára má sjá hér fyrir neðan. Skerðingarmörk barnabóta hjá einstæðum foreldrum hækka úr 325 þúsund kr. á mánuði í 351 þúsund kr. á mánuði. „Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 365.040 kr. í mánaðarlaun,“ segir í tilkynningu. Hjá fólki í sambúð hækka neðri skerðingarmörk barnabóta úr 650 þúsund kr. á mánuði í 702 þúsund kr. Efri skerðingarmörk haldast óbreytt við 5,5 m.kr. á ári hjá einstæðum foreldrum og 11,0 m.kr. hjá sambúðarfólki. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra. Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9 prósent í 4,65 prósent. Aðgerðin er tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35 prósent í 6,10 prósent. Krónutölugjöld hækka um 2,5 prósent um áramótin en eru þó sögð lækka að raungildi í tilkynningu ráðuneytisins. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2020 og 2021 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Breytingarnar eru nánar útlistaðar, auk fleiri skattabreytinga, í tilkynningu fjármálaráðuneytisins sem nálgast má hér. Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Farið er yfir breytingarnar í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í gær. Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Þessi seinni áfangi felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17 prósent í grunnþrepi og 23,5 prósent í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Breytingar milli ára má sjá hér fyrir neðan. Skerðingarmörk barnabóta hjá einstæðum foreldrum hækka úr 325 þúsund kr. á mánuði í 351 þúsund kr. á mánuði. „Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 365.040 kr. í mánaðarlaun,“ segir í tilkynningu. Hjá fólki í sambúð hækka neðri skerðingarmörk barnabóta úr 650 þúsund kr. á mánuði í 702 þúsund kr. Efri skerðingarmörk haldast óbreytt við 5,5 m.kr. á ári hjá einstæðum foreldrum og 11,0 m.kr. hjá sambúðarfólki. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra. Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9 prósent í 4,65 prósent. Aðgerðin er tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35 prósent í 6,10 prósent. Krónutölugjöld hækka um 2,5 prósent um áramótin en eru þó sögð lækka að raungildi í tilkynningu ráðuneytisins. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2020 og 2021 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Breytingarnar eru nánar útlistaðar, auk fleiri skattabreytinga, í tilkynningu fjármálaráðuneytisins sem nálgast má hér.
Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira