Segir nýja Eurovision-lagið rökrétt framhald af Think About Things Ritstjórn Albumm skrifar 5. janúar 2021 12:30 Ásdís María og Daði Freyr sendu frá sér lag í vikunni. Daði er þessa dagana að leggja lokahönd á framlag Íslands til Eurovision 2021. Daði Freyr var að senda frá sér lagið Feel the Love og myndband ásamt tónlistarkonunni Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Þetta er fyrsta lagið sem Daði gefur út þar sem hann var ekki með í ferlinu frá byrjun. Albumm heyrði í Daða þar sem hann var í sveitinni hjá foreldrum sínum að jólast ásamt því að undirbúa útgáfu á framlagi Íslands til Eurovision 2021. „Ásdís samdi þetta í svona „writing session“. Það átti fyrst að vera fyrir einhvern annan en hún tengdi svo við lagið að hún ákvað að gefa það út sjálf. Hún var svo í heimsókn hjá mér einn daginn og sýndi mér demóið. Þá náði ég að troða mér inn á lagið því ég heyrði strax að þetta væri eitthvað. Ég tók undirspilið út og byrjaði upp á nýtt,“ útskýrir hann um það hvernig samstarfið þeirra hófst. Þið voruð einnig að gefa út myndband við lagið. Hver er hugmyndin á bakvið það? „Myndbandið er svona Inside out pæling þar sem við erum í heilanum, hjartanu og maganum að fylgjast með lífi einstaklings. Fyrir utan það útskýrir myndbandið sig sjálft.“ watch on YouTube 2021 verður viðburðaríkt Fyrri partur árs mun fara mikið í júróglens hjá Daða en eins og flestir vita mun hann taka þátt í Eurovision 2021. „Ég var búin að ákveða frekar snemma eftir að Eurovision var aflýst í fyrra að ég væri til í að fara aftur. Við í Gagnamagninu höfum sett svo mikinn tíma og vinnu í að komast í keppnina svo okkur fannst við alveg þurfa að klára þetta. Ef ég hefði ætlað að vera einn uppi á sviði 2020 er ég ekki viss um að ég hefði verið til í að fara 2021,” viðurkennir hann og bætir við að þetta sé svakaleg vinna ef maður vill gera þetta almennilega. „Það kemst voða lítið annað fyrir, svo ég hugsa að ég sé búinn með minn Eurovision skammt eftir þessa keppni, a.m.k. sem performer.“ Árið 2021 mun vera viðburðaríkt hjá Daða en hann er að vinna í nýrri EP plötu sem mun koma út fyrir sumarið. Einnig mun hann spila á festivali í Rússlandi næsta sumar ásamt nokkrum öðrum giggum sem eru að lænast upp. „Ég veit ekki hvort ég nái að taka túrinn í mars og apríl sem er nánast uppseldur, það er í rauninni að verða frekar ólíklegt vegna covid.“ Daði Freyr og Gagnamagnið á sviðinu í Söngvakeppninni í fyrra. Rökrétt framhald Think About Things Spurður hvort að lagið sé tilbúið segir hann að hann sé búin að semja lagið en ekki taka það upp endanlega. „Ég er tilbúinn með demó, tímasetningar og þannig eru alveg komnar á hreint. Ég setti þetta upp eftir að ég var búinn að ákveða hvernig vídeóið ætti að vera, svo í þetta skiptið kom tónlistarmyndbandið fyrst og síðan lagið,“ útskýrir hann sáttur. Við hverju má fólk búast? „Fólk má búast við hressu lagi sem er að mínu mati rökrétt framhald Think About Things.“ Fyrra lagið náði heldur betur heimsathygli. Ertu vongóður um að þetta lag eigi eftir að ná sömu vinsældum? „Nei alls ekki. Ég vona að það verði tekið vel í þetta en ég ætla ekki að miða útgáfurnar mínar við Think About Things, því það er ávísun á vonbrigði. Það eru rosa fá íslensk lög sem hafa náð svona mikilli spilun og ég er mjög þakklátur fyrir þá athygli sem það fékk. Nú er ég bara að reyna að halda í þá hlustendur sem ég er kominn með og gera tónlist sem þeim finnst gaman að heyra. Ef það bætast einhverjir nýjir við þá er það bara bónus.“ Lokaorð? „Bara meiri músík.“ Hægt er að fylgjast nánar með Daða Frey á Facebook, Instagram og dadifreyr.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið
„Ásdís samdi þetta í svona „writing session“. Það átti fyrst að vera fyrir einhvern annan en hún tengdi svo við lagið að hún ákvað að gefa það út sjálf. Hún var svo í heimsókn hjá mér einn daginn og sýndi mér demóið. Þá náði ég að troða mér inn á lagið því ég heyrði strax að þetta væri eitthvað. Ég tók undirspilið út og byrjaði upp á nýtt,“ útskýrir hann um það hvernig samstarfið þeirra hófst. Þið voruð einnig að gefa út myndband við lagið. Hver er hugmyndin á bakvið það? „Myndbandið er svona Inside out pæling þar sem við erum í heilanum, hjartanu og maganum að fylgjast með lífi einstaklings. Fyrir utan það útskýrir myndbandið sig sjálft.“ watch on YouTube 2021 verður viðburðaríkt Fyrri partur árs mun fara mikið í júróglens hjá Daða en eins og flestir vita mun hann taka þátt í Eurovision 2021. „Ég var búin að ákveða frekar snemma eftir að Eurovision var aflýst í fyrra að ég væri til í að fara aftur. Við í Gagnamagninu höfum sett svo mikinn tíma og vinnu í að komast í keppnina svo okkur fannst við alveg þurfa að klára þetta. Ef ég hefði ætlað að vera einn uppi á sviði 2020 er ég ekki viss um að ég hefði verið til í að fara 2021,” viðurkennir hann og bætir við að þetta sé svakaleg vinna ef maður vill gera þetta almennilega. „Það kemst voða lítið annað fyrir, svo ég hugsa að ég sé búinn með minn Eurovision skammt eftir þessa keppni, a.m.k. sem performer.“ Árið 2021 mun vera viðburðaríkt hjá Daða en hann er að vinna í nýrri EP plötu sem mun koma út fyrir sumarið. Einnig mun hann spila á festivali í Rússlandi næsta sumar ásamt nokkrum öðrum giggum sem eru að lænast upp. „Ég veit ekki hvort ég nái að taka túrinn í mars og apríl sem er nánast uppseldur, það er í rauninni að verða frekar ólíklegt vegna covid.“ Daði Freyr og Gagnamagnið á sviðinu í Söngvakeppninni í fyrra. Rökrétt framhald Think About Things Spurður hvort að lagið sé tilbúið segir hann að hann sé búin að semja lagið en ekki taka það upp endanlega. „Ég er tilbúinn með demó, tímasetningar og þannig eru alveg komnar á hreint. Ég setti þetta upp eftir að ég var búinn að ákveða hvernig vídeóið ætti að vera, svo í þetta skiptið kom tónlistarmyndbandið fyrst og síðan lagið,“ útskýrir hann sáttur. Við hverju má fólk búast? „Fólk má búast við hressu lagi sem er að mínu mati rökrétt framhald Think About Things.“ Fyrra lagið náði heldur betur heimsathygli. Ertu vongóður um að þetta lag eigi eftir að ná sömu vinsældum? „Nei alls ekki. Ég vona að það verði tekið vel í þetta en ég ætla ekki að miða útgáfurnar mínar við Think About Things, því það er ávísun á vonbrigði. Það eru rosa fá íslensk lög sem hafa náð svona mikilli spilun og ég er mjög þakklátur fyrir þá athygli sem það fékk. Nú er ég bara að reyna að halda í þá hlustendur sem ég er kominn með og gera tónlist sem þeim finnst gaman að heyra. Ef það bætast einhverjir nýjir við þá er það bara bónus.“ Lokaorð? „Bara meiri músík.“ Hægt er að fylgjast nánar með Daða Frey á Facebook, Instagram og dadifreyr.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið