Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 08:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53
Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40