Tvíburar eineggja en ekki eins Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2021 16:01 Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra, mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar. deCode/Jón Gústafsson Með því að raðgreina erfðamengi eineggja tvíbura og bera þau saman við erfðamengi náinna skyldmenna þeirra gátu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fundið stökkbreytingar sem höfðu myndast snemma á fósturskeiði og greindu tvíburana að. Þetta kemur fram í vísindagrein í Nature Genetics sem birtist í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að erfðamengi eineggja tvíbura séu eins og því hægt að nota þá til að aðgreina áhrif erfða og umhverfis á heilsu manna. Erfðamengi tvíbura séu svipuð en ekki eins þótt þeir verði til úr einu og sama frjóvgaða egginu. „Í greininni leituðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að stökkbreytingum sem skilja á milli eineggja tvíbura á fyrstu dögum fóstursins þegar fóstrið samanstendur einungis af nokkrum frumum. Með því að raðgreina og skoða stökkbreytingarnar var hægt að rekja hvaða frumur mynda hvorn tvíbura fyrir sig. Við þetta komu í ljós tveir hópar tvíbura, annars vegar þeir sem deila stökkbreytingum og hinsvegar hópur þar sem stökkbreytingar einskorðast við annan hvorn tvíburann,“ segir í tilkynningunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarVísir/Vilhelm Haft er eftir Hákoni Jónssyni, vísindamanni hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrsta höfundi greinarinnar að þessir tveir hópar eineggja tvíbura gefi dýrmæta innsýn í þroska fósturs, skömmu eftir getnað. Þá segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að um sé að ræða gríðarlega spennandi niðurstöður sem gefi vonir um að stökkbreytingar á fósturstigi geti varpað ljósi á þroskann snemma á fósturskeiði. Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra , mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þetta kemur fram í vísindagrein í Nature Genetics sem birtist í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að erfðamengi eineggja tvíbura séu eins og því hægt að nota þá til að aðgreina áhrif erfða og umhverfis á heilsu manna. Erfðamengi tvíbura séu svipuð en ekki eins þótt þeir verði til úr einu og sama frjóvgaða egginu. „Í greininni leituðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að stökkbreytingum sem skilja á milli eineggja tvíbura á fyrstu dögum fóstursins þegar fóstrið samanstendur einungis af nokkrum frumum. Með því að raðgreina og skoða stökkbreytingarnar var hægt að rekja hvaða frumur mynda hvorn tvíbura fyrir sig. Við þetta komu í ljós tveir hópar tvíbura, annars vegar þeir sem deila stökkbreytingum og hinsvegar hópur þar sem stökkbreytingar einskorðast við annan hvorn tvíburann,“ segir í tilkynningunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarVísir/Vilhelm Haft er eftir Hákoni Jónssyni, vísindamanni hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrsta höfundi greinarinnar að þessir tveir hópar eineggja tvíbura gefi dýrmæta innsýn í þroska fósturs, skömmu eftir getnað. Þá segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að um sé að ræða gríðarlega spennandi niðurstöður sem gefi vonir um að stökkbreytingar á fósturstigi geti varpað ljósi á þroskann snemma á fósturskeiði. Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra , mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira