Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2021 22:44 Brúin kemur milli Þórisstaða og Kinnarstaða. Í forgrunni má sjá hvar núverandi vegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Við ströndina neðst til hægri má sjá veglínuna í átt að Teigsskógi. Bjarkalundur er efst til hægri. Vegagerðin Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. Þetta er annar áfanginn sem boðinn er út í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit en í haust var byrjað á vegagerð í Gufufirði. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá brúarstæðinu. Horft inn Þorskafjörð. Vaðalfjöll ofarlega til hægri.Egill Aðalsteinsson Brúun Þorskafjarðar er búin að vera langþráður draumur margra á Vestfjörðum. Margir sáu hylla undir verkið fyrir nokkrum áratugum þegar bráðabirgðavegur var lagður langleiðina yfir fjörðinn í tengslum við lagningu háspennulínu. Brúin sjálf verður 260 metra löng en lengd útboðskaflans alls um tveir og hálfur kílómetri. Þessi verkhluti nær þó ekki inn í hið umdeilda svæði Teigsskóg, frekar en sá fyrsti, en felur engu að síður í sér mikla samgöngubót. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mesta styttingin á allri leiðinni. Þannig að hún mun hafa mjög mikil áhrif. Og þetta eru eiginlega sú framkvæmd sem við höfum svona barist fyrir að yrði tekin snemma í ferlinu vegna styttingarinnar,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Vegagerðarmenn kanna heppilegan stað til grjótnáms vegna brúargerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Til undirbúnings útboðinu rannsökuðu Vegagerðarmenn botninn við fyrirhugað brúarstæði sem og heppilega staði til grjótnáms. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni, er fyrirhugað að auglýsa útboðið í næstu viku og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska, um mánaðamótin mars-apríl. Íbúar í Gufudal fagna því að fá níu kílómetra styttingu. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Þannig að það er hellingsstytting, bara fyrir Vestfirðinga,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Það eru mörg börn sem búa í Gufudalssveit og það búa börn í Djúpadal. Þessi aðgerð mun stytta leiðina fyrir börn á leið í skóla, fram og til baka á hverjum degi. Svo er líka bara starfsfólk Reykhólahrepps. Það býr alla leið út á Skálanes. Það mun njóta þessarar framkvæmdar,“ segir sveitarstjórinn. Hér má sjá styttinguna. Neðst til vinstri er núverandi brú í botni fjarðarins. Ofarlega fyrir miðri mynd má sjá hvar nýja brúin kemur.Vegagerðin Áætlað er að verkið kosti vel á þriðja milljarð króna og vonast Vegagerðarmenn til að brúin verði tilbúin vorið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Þetta er annar áfanginn sem boðinn er út í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit en í haust var byrjað á vegagerð í Gufufirði. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá brúarstæðinu. Horft inn Þorskafjörð. Vaðalfjöll ofarlega til hægri.Egill Aðalsteinsson Brúun Þorskafjarðar er búin að vera langþráður draumur margra á Vestfjörðum. Margir sáu hylla undir verkið fyrir nokkrum áratugum þegar bráðabirgðavegur var lagður langleiðina yfir fjörðinn í tengslum við lagningu háspennulínu. Brúin sjálf verður 260 metra löng en lengd útboðskaflans alls um tveir og hálfur kílómetri. Þessi verkhluti nær þó ekki inn í hið umdeilda svæði Teigsskóg, frekar en sá fyrsti, en felur engu að síður í sér mikla samgöngubót. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mesta styttingin á allri leiðinni. Þannig að hún mun hafa mjög mikil áhrif. Og þetta eru eiginlega sú framkvæmd sem við höfum svona barist fyrir að yrði tekin snemma í ferlinu vegna styttingarinnar,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Vegagerðarmenn kanna heppilegan stað til grjótnáms vegna brúargerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Til undirbúnings útboðinu rannsökuðu Vegagerðarmenn botninn við fyrirhugað brúarstæði sem og heppilega staði til grjótnáms. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni, er fyrirhugað að auglýsa útboðið í næstu viku og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska, um mánaðamótin mars-apríl. Íbúar í Gufudal fagna því að fá níu kílómetra styttingu. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Þannig að það er hellingsstytting, bara fyrir Vestfirðinga,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Það eru mörg börn sem búa í Gufudalssveit og það búa börn í Djúpadal. Þessi aðgerð mun stytta leiðina fyrir börn á leið í skóla, fram og til baka á hverjum degi. Svo er líka bara starfsfólk Reykhólahrepps. Það býr alla leið út á Skálanes. Það mun njóta þessarar framkvæmdar,“ segir sveitarstjórinn. Hér má sjá styttinguna. Neðst til vinstri er núverandi brú í botni fjarðarins. Ofarlega fyrir miðri mynd má sjá hvar nýja brúin kemur.Vegagerðin Áætlað er að verkið kosti vel á þriðja milljarð króna og vonast Vegagerðarmenn til að brúin verði tilbúin vorið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28