Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 08:00 Luka Doncic var einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu gegn Denver Nuggets. getty/Matthew Stockman Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira