Lífið

„Ég vil að gestirnir gleymi myndavélunum og gleymi sér bara í stuði“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Á föstudaginn byrjar önnur þáttaröð af tónlistarþáttunum Í kvöld er gigg í umsjón Ingó Veðurguðs. 
Á föstudaginn byrjar önnur þáttaröð af tónlistarþáttunum Í kvöld er gigg í umsjón Ingó Veðurguðs.  Mynd - Lilja Jóns

„Ég er mjög spenntur að byrja aftur og halda áfram að þróa þáttinn, viðbrögðin við fyrstu seríunni voru mjög góð og eiginlega betri en við bjuggumst við,“ segir Ingó Veðurguð í samtali við Vísi.

Önnur þáttaröð Í kvöld er gigg fer af stað á Stöð 2 næstkomandi föstudagskvöld. Áhorfendur heima í stofu tækifæri til að læðast baksviðs og upplifa einhvers konar eftirpartý stemmningu með einum ástsælasta tónlistarmanni landsins. Í hverjum þætti syngur Ingó sig í gegnum íslenska tónlistarsögu með skemmtilegasta fólki landsins og geta því fjölskyldur komið sér vel fyrir í sófanum heima og takið undir.

Þetta er fyrsti tónlistarþáttur sem Ingó stýrir og segir hann að það hafi komið sér nokkuð á óvart hvað honum líði ekki eins og hann sé í sjónvarpinu. 

Þetta er allt svo mjög afslappað og ekki of skipulagt þannig að ég finn ekki fyrir neinu stressi. Við leggjum líka mikið upp úr því að gestirnir séu afslappaðir og að þetta sé ekki of fast í skorðum. Þetta á  bara að vera partý. 

Ingó segir að fólk geti búist við óvæntum gestum í nýju þáttaröðinni og fjölbreyttu úrvali gesta. 

„Það er svo gaman hvað það er ólíkt fólk í næstum þáttum. Við ætlum að leika okkur meira með lögin og svo verður allskonar óvænt á dagskrá. Þetta verður sama þemað og í fyrstu seríunni en það er aðeins meira krydd í þessu núna.“

Eftir fyrstu þætti Í kvöld er gigg segir Ingó að tónlistarfólk hafi verið viljugra að koma í þáttinn. 

„Ég held að fólk hafi fljótt séð hvað það er afslappað og létt andrúmsloft hjá okkur svo að það hefur gengið svakalega vel að fá allskonar tónlistarfólk sem gesti, sem mér finnst mjög ánægjulegt.“ segir Ingó að lokum. 

Klippa: Í kvöld er gigg - Önnur þáttaröð fer í loftið á Stöð 2 föstudaginn 15. janúar

Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudögum kl. 18:55. 


Tengdar fréttir

„Bjarni Ara er mættur, þvílíkt comeback“

Stórsöngvarinn Bjarni Ara hefur greinilega engu gleymt og hefur jafnvel aldrei verið betri. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg söng hann nokkur vel valin jólalög ásamt sínum eldri smellum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.