Möguleiki á að færa bikarkeppnina ef KKÍ lendir í vanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:31 Keppni í Domino's deild kvenna hefst á ný á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands er undir það búið að gera þurfi hlé á Íslandsmótinu í körfubolta sem hefst aftur í þessari viku. Meðal aðgerða sem hægt er að grípa til að færa bikarkeppnina. Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira